Björgvin sem er stofnandi og Creative Director hjá Jökulá er viðmælandi minn í þætti númer 76.
Björgvin Pétur Sigurjónsson Björgvin Pétur Sigurjónsson
Þetta segir Björgvin um sjálfan sig á Dribble
“Trying to achieve the the mindblowing professional name Graphic designer with a little twist of everything. Owner at www.jokula.is creative agency”.
Björgvin segir okkur í mjög opinskáu viðtali um hvernig það var að alast upp í körfuboltabænum Njarðvík án þess að hafa “íþróttagenin” í sér.
Hann hefur alltaf verið hrifinn af sköpun, tók aðeins í gítarinn sem unglingur og er ný byrjaður á því aftur. Eftir að hafa farið í grafíska miðlum opnaðist þessi heimur fyrir Björgvin og línan þannig lögð. Vann um tíma hjá Morgunblaðinu eftir útskrift. Í framhaldi fór hann í margmiðlunarhönnun í Danmörku.

Við setjum notendaupplifun í fyrsta sæti. Okkur hjá Jökulá finnst gaman að mæta í vinnuna og aðstoða fyrirtæki við að bæta upplifun notenda og viðskiptavina sinna í tengslum við vörumerki þeirra, vörur og þjónustu.