Í þessum þætti er það Ása Tryggvadóttir markaðsstjóri Bestseller. Ása fór í Versló og HR, þar á eftir réð hún sig í markaðsdeild Heklu. Ása sem er Ísfirðingur og mikil útivistarkona vann einnig á Hvíta húsinu sem tengill svo hún þekkir vel til markaðsmála frá flestum hliðum.
Í þessu viðtali fyrir Ása yfir það hvernig þau hjá Bestseller markaðssetja sýnar vörur með mikla áherslu á samfélagsmiðla og í samvinnu við markaðsfyrirtækið Digido.

Á bestseller.is segir um fyrirtækið;
BESTSELLER er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í Danmörku árið 1975 af Merete Bech Povlsen og Troles Holch Povlsen.
BESTSELLER starfrækir í dag yfir 3.000 verslanir í 38 löndum víðsvegar um heiminn. Vörumerki BESTSELLER eru einnig seld í yfir 15.000 verslunum í 53 löndum.
Eigendur BESTSELLER á Íslandi opnuðu fyrstu verslun sína á Laugaveginum árið 1993 en þá opnaði fyrsta VERO MODA verslunin hér á landi. Í dag má finna 10 BESTSELLER verslanir á Íslandi allar staðsettar í Kringlunni og Smáralind.
Markmið BESTSELLER á Íslandi er að veita Íslendingum tækifæri til að versla hágæða tískufatnað á góðu verði og veita viðskiptavinum sínum góða og trygga þjónustu.