Þáttur 104 Bjarni K. Thors

Bjarni stofnandi og eigandi Brandson kom í vital hjá Óla Jóns í sumar.
Á brandson.is segir;
Við hjá Brandson hvetjum og styðjum þig í að stunda heilbrigt líferni með því að bjóða upp á glæsiilegan og vandaðan æfingafatnað sem veitir þér vellíðan, kraft og innspýtingu til að gefa allt sem þú getur í þá hreyfingu sem þú vilt stunda. Við trúum því að með því að setja sér markmið, vinna jafnt og þétt að því án þess að gefast upp þá með tímanum er allt mögulegt Það er einmitt þannig sem þetta vörumerki hefur orðið til. Það hófst árið 2015 með tvær hendur tómar. En lagt var af stað í þetta verkefni með markmið eitt og sér. Fyrsta árið var undirbúningur, mikill lærdómur sem átti sér stað, fullt af skissum og sýnishornum af fyrstu vöru ásamt því að leggjast yfir markaðssetningu og þ.h. var unnið hörðum höndum við að safna fé til að þetta verkefni gæti orðið að veruleika. Þann 19. apríl 2016 var svo fyrsta varan komin í hús, Brynhildr I – æfingabuxur sem fengu gríðarlega góðar viðtökur þrátt fyrir að vera nýtt merki á markaðinum sem engin þekkti fyrir. Síðan þá hefur þetta verið enn meiri vinna en hægt var að óra fyrir en aldrei gefist upp. Bara brett upp ermar og allt gert til að ná settu markmiði.” 

Bjarni Kjartansson

Bjarni segir okkur frá því að hann fór í myndlistarskólann á Akureyri að læra grafíska hönnun, hann langaði að fara erlendis að læra en það var ekki víst að það væri lánshæft svo hann sótti um í listaháskólanum en fékk ekki inni. Bjarni sá auglýsingu frá Myndlistarskólanum á Akureyri, sótti um og fór þanngað að læra og var í 4 ár. Bjarni vann á auglýsingastofum eftir nám og var sjálfur með auglýsingastofu, í framhaldi fékk hann áhuga á markaðssetningu á netinu.
Bjarna langaði að spreyta sig með sína eigin vöru í sölu og markaðssetningu.

Í sínum rekstri hefur Bjarni meðal annars farið til Kína og lærði þar allskonar um efni og kínverska menningu eins og t.d það á að taka við nafnspjöldum með báðum höndum og alls ekki skrifa upplýsingar á nafnspjöld.
Hann hefur fikrað sig mikið áfram sjálfur í þessu ferli með að hann, markaðsetja of selja sínar vörur.
Ýmislegt hefur gengið á hjá Bjarna í hans rekstri, til dæmis í fyrstu pöntuninni sem kom frá Kína voru um 30% af pöntuninni ekki í lagi.
Bjarna fannst líka “skerý” að senda fullt af peningum sem hann var búinn að vinna fyrir hörðum höndum til Kína og þá var hann ekki búinn að fara þangað. Fyrsta varna sem Bjarni hannaði voru buxur sem kom svo á daginn að þær þóttu góðar því þær sigur ekki niður í notkun án þess að vita að æfingabuxur hefðu tilhneigingu til að gera það.

Bjarni fer vel yfir hvernig ferlið er í sölu og markaðsmálum hjá honum, hvaða tól hann notar og hvernig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *