FKA & Jóns Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir

Sigríður Bylgja er 33 ára gamall frumkvöðull sem er búin að vera að vinna af öllu sínu hjarta að verkefni undanfarin fimm ár sem er Tré Lífsins. Í þessu viðtali sem var tekið í sumar segir Sigríður okkur frá Tré lífsins frá menntun sinni og þeim ævintýrum sem hún hefur lent í sem er fjölmörg þrátt fyrir ungan aldur.

Á trelifsins.is segir
Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun sem mun bjóða upp á nýjan valmöguleika við lífslok. Tré lífsins býður upp á skráningu sögunnar okkar og hinstu óska á persónulega síðu, bálstofu, gróðursetningu á ösku hins látna ásamt tré í Minningagarði og rafræna minningasíðu.Tré lífsins er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og mun vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun.

Á trelifsins.is segir einnig;
Ímyndaðu þér að til væri staður þar sem þú gætir skráð niður sögurnar þínar og þínar hinstu óskir fyrir andlát á öruggan stað sem þú ein/n hefur aðgang að.
Dauðinn er erfitt umræðuefni og eitthvað sem við forðumst oft að tala um, en þegar ástvinir falla frá sitja aðstandendur eftir með ótal spurningar til viðbótar við það að takast á við sorgina.

Vildi pabbi bálför eða jarðsetningu?
Átti útförin að vera í kyrrþey eða ekki?
Var hann trúaður?
Hvaða lög á að spila í útförinni?
Var til erfðaskrá?
Átti hann eitthvað ósagt við okkur?

Það er ekki til neinn aðgengilegur staður fyrir skráningu hinstu óska og enginn staður þar sem við getum skráð söguna okkar.
Á persónulegu síðuna þína hjá Tré lífsins viljum við bjóða þér að skrá niður alla þá hluti sem þú vilt koma á framfæri við aðstandendur eftir andlát þitt, hvort sem um ræðir óskir tengdar skipulagi útfarar eða skilaboð sem þú vilt skilja eftir fyrir ástvini. Þetta verður minningabanki úr eigin lífi þar sem við getum sagt okkar sögu með eigin orðum, til aðstandenda okkar.Síðan verður eins og netbanki sem enginn hefur aðgang að nema þú og fyllsta öryggis við gagnavernd verður gætt. Upplýsingarnar sem þú skráir verða ekki gerðar aðgengilegar nánustu aðstandendum fyrr en eftir að þú ert látinn og þá eingöngu þeim aðstandendum sem þú hefur valið að verði veittur aðgangur. Einstaklingar frá 18 ára aldri geta skráð sig á síðuna og breytt óskum eða bætt við söguna sína eftir því sem lífi þeirra vindur fram.

Tilvonandi staðsetning

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *