Jón Gunnar Geirdal þáttur 79

Gestur Óla Jóns í þætti 79 er athafnamaðurinn, námsmaðurinn, veitingamaðurinn, fjölmiðlamaðurinn og fjölskyldumaðurinn
Jón Gunnar Geirdal.
Jón fer yfir í þessu viðtali hluta af þeim fjölmörgu verkefnum sem hann hefur komið að í gegnum tíðina. Í fjölbrautarskólanum í Garðabæ hófst útvarpsferill Jóns þegar hann fór á dagskrárgerðarnámskeið hjá Þorsteini Joð ásamt félaga sínum Þór Bæring (viðmælanda í þætti 5). Jón starfaði meðal annars á Útrás, Sólinni, Fm 957, Xinu og Mono. Jón starfaði hjá Skífunni við markaðsmál í 9 ár meðal annars við að markaðssetja bíómyndir og tónlist.

Jón Gunnar Geirdal

Jón á í dag fyrirtækið Ysland sem “sérhæfir sig í afþreyingartengdri vinnu, svökölluðu “plöggi” og vekur þannig athygkli á fjölbreyttum verkefnum og viðburðum með skipulögðum “hávaða””, einsog segir á ysland.is
Jón hefur komið að fjölmörgum verkefnum fyrir til dæmis Sjónvarp Símans, Þjóðhátíðarnefnd og Smáralind svo einhverjir séu nefndir.

Jón hefur líka komið að veitingageiranum á Íslandi, hann stofnaði Lemon á sínum tíma en seldi sig svo útúr því. Hann stofnaði einnig pizzastaðinn Blackbox sem hann á í dag ásamt fleirum.
Jón segir okkur frá því hvernig hann notaði sína þekkingu í að markaðssetja þessa staði.

Nýtt hugarfóstur Jóns lítur svo dagsins ljós nú um páskana hjá Sjónvarpi Símans. Það er sjónvarpsþættirnir Jarðaförin mín, þætt­irnir fjalla um mann sem grein­ist með ólækn­andi heila­æxli sama dag og hann kemst á eft­ir­laun.
Jón segir okkur frá tilurð þessa þátta.

Hér er aðeins stiklað á stóru yfir þau fjölmörgu verkefni sem Jón ræðir í viðtalinu enda hefur hann komið víða við og er líklega bara rétt að byrja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *