Gestur Óla Jóns í þætti 79 er athafnamaðurinn, námsmaðurinn, veitingamaðurinn, fjölmiðlamaðurinn og fjölskyldumaðurinn
Jón Gunnar Geirdal.
Jón fer yfir í þessu viðtali hluta af þeim fjölmörgu verkefnum sem hann hefur komið að í gegnum tíðina. Í fjölbrautarskólanum í Garðabæ hófst útvarpsferill Jóns þegar hann fór á dagskrárgerðarnámskeið hjá Þorsteini Joð ásamt félaga sínum Þór Bæring (viðmælanda í þætti 5). Jón starfaði meðal annars á Útrás, Sólinni, Fm 957, Xinu og Mono. Jón starfaði hjá Skífunni við markaðsmál í 9 ár meðal annars við að markaðssetja bíómyndir og tónlist.

Jón á í dag fyrirtækið Ysland sem “sérhæfir sig í afþreyingartengdri vinnu, svökölluðu “plöggi” og vekur þannig athygkli á fjölbreyttum verkefnum og viðburðum með skipulögðum “hávaða””, einsog segir á ysland.is
Jón hefur komið að fjölmörgum verkefnum fyrir til dæmis Sjónvarp Símans, Þjóðhátíðarnefnd og Smáralind svo einhverjir séu nefndir.
Jón hefur líka komið að veitingageiranum á Íslandi, hann stofnaði Lemon á sínum tíma en seldi sig svo útúr því. Hann stofnaði einnig pizzastaðinn Blackbox sem hann á í dag ásamt fleirum.
Jón segir okkur frá því hvernig hann notaði sína þekkingu í að markaðssetja þessa staði.
Nýtt hugarfóstur Jóns lítur svo dagsins ljós nú um páskana hjá Sjónvarpi Símans. Það er sjónvarpsþættirnir Jarðaförin mín, þættirnir fjalla um mann sem greinist með ólæknandi heilaæxli sama dag og hann kemst á eftirlaun.
Jón segir okkur frá tilurð þessa þátta.
Hér er aðeins stiklað á stóru yfir þau fjölmörgu verkefni sem Jón ræðir í viðtalinu enda hefur hann komið víða við og er líklega bara rétt að byrja.