Þór Bæring byrjaði snemma í fjölmiðlum var í útvarpi og sjónvarpi sem honum fannst mjög skemmtilegt. Hann ákvað í kjölfarið að gera bara eitthvað skemmtilegt í lífinu. Þór fór að vinna í vefmiðlum og stofnaði ásamt Braga Magnússyni sport.is. Útfrá sport.is varð svo til ferðaskrifstofan Markmenn. Þeir fóru í samstarf með Iceland Express sem þróaðist á þann hátt að Iceland Express keypti Markmenn og úr varð Express ferðir þannig hefst innkoma Þórs í ferðabransann
Þegar WOW air kemur svo inn á markaðinn sáu þeir félagar tækifæri til að komast aftur inn í ferðabransann og stofnuðu Gaman ferðir fyrir 5 árum síðan. Það samstarf hefur gengið vel og það vel að WOW keypti 49% hlut í Gaman ferðum. Þeir eru nýverið byrjaðir að bjóða uppá ferðir til Íslands og eru meðal annars að reyna að beina ferðamannastraumnum á fleiri staði á landinu en almennt er gert í dag.
Þór segir að maður verði að elta sannfæringuna þegar draumurinn um að vinna sjálfstætt byrji að krauma. Hann var í skemmtilegu starfi hjá VÍS en vissi að hann langaði að vera sinn eiginn herra.
Gaman ferðir byrjuðu í eldhúsinu heima hjá honum í blokk í Hafnarfirði og en þeir hafa alltaf reynt að hafa litla yfirbyggingu. Í dag eru 12 starfsmenn hjá Gaman ferðum. Fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt og þetta verið krefjandi verkefni.
Gaman ferðir byrjuðu í sport ferðum en í dag hefur það þróast í allar gerðir af ferðum svo sem árshátíðarferðir, fyrirtækjaferðir þeir eru einnig mikið í sólarferðum og bjóða uppá æfingaferðir, borgarferðir og skíðaferðir.
Þór og félagar eru nýkomin frá London af World travel market að kynna sig til leiks þar.
Mikill áhuga var í Bretlandi og Evrópu á þeirra starfsemi og er einnig stefnan að nota mikið tenginguna við WOW air til að efla þann hluta.
Fyrstu árin voru Gaman ferðir nánast eingöngu að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum. Facebook og Twitter hafa nýst þeim mjög vel og gerir enn.
Að sögn Þórs er gott að vera í samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum.
Gaman ferðir leggja áherslu á að hafa gaman í vinnunni, halda borðtennismót á hverjum föstudegi, fara saman út og reyna að hittast reglulega þó það sé stundum erfitt að ná öllum saman þar sem margir eru á ferð á flugi.
Áhugi og metnaður er ekki síður mikilvægt en menntun við ráðningu starfsfólks
Í öllum viðskiptum kemur einhvern tíma eitthvað uppá og mikilvægt að reyna að grafa það ekki heldur leysa málin segir Þór þegar talið berst að þjónustumálum.