Þáttur 128 Sigrún og Unnur frá SVEF

Þær Sigrún Tinna Gissurardóttir forritari hjá Sendiráðinu og Unnur Sól Ingimarsdóttir forritari hjá ORIGO og stjórnarmeðlimir SVEF kíktu í stutt spjall og ræddu m.a. Iceweb 2021 og Íslensku vefverðlaunin.


Á svef.is segir um samtökin
Hvað er SVEF?
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.
SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn.
Félagsmenn SVEF eru um 300 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheima en meðal félagsmanna má m.a. finna vefara, ráðgjafa, forritara, hönnuði, vefstjóra, prófara, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra, kennara o.s.frv.”

Iceweb 2021 verður haldin á netinu þetta árið líkt og vefverðlaunin
Dagskrá Iceveb:
Mánudagur 22. mars: Valgerður Pétursdóttir – Reykjavíkurborg
Þriðjudagur 23. mars: Hjörtur Hilmarsson – 14islands
Miðvikudagur: 24. mars: Hjálmar Gísla – Grid
Fimmtudagur: 25. mars: Erla María – Hvíta Húsið
Föstudagur 26. mars: Pablo Stanley – Fyrrum yfirmaður hjá InVision, hönnuður hjá Lyft og einn stofnanda Blush hönnunartólsins

Á svef.is segir um vefverðlaunin
„Vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.“

Um viðburðin í ár segir;
Íslensku vefverðlaunin verða haldin með hátíðlegum hætti föstudaginn 26. mars kl 19. Við munum halda viðburðinn á live streymi þetta árið og hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að halda gleðskap (innan takmarkana þó) á meðan viðburði stendur. Við munum bjóða upp á að vera með live vefmyndavélar í samkvæmunum og getum skipt yfir á vinningshafa til að keyra upp stemninguna!Við lofum frábærri skemmtun þótt hún verði með öðrum hætti en áður hefur verið. Spennan er mikil gagnvart verðlaununum og er óhætt að segja að samkeppnin um bestu vefnina hafi sjaldan verið meiri.Sendur verður linkur á viðburðinn og honum streymt á vefnum okkar sem og á facebook.Hlökkum til að sjá þig og fyrirtækið þitt í banastuði.

Fyrri þættir um tengd málefni
Þáttur 96 Einar Þór Gústafsson Einar var einn stofnendum Svef og stofnaði stýrði fyrstu Iceweb og var einnig formaður SVEF
Þáttur 38 Jonathan Gerlach Fyrrverandi formaður SVEF
Þáttur 39 Fannar Ásgrímsson Sjóvá en Sjóvá var handhafi Íslensku vefverðlaunanna 2017

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *