Spjall um vefverslanir og markaðssetningu með Hjörvari framkvæmdastjóra Smartmedia.
Hjörvar er stúdent frá MK og kláraði síðan viðskiptafræði í HÍ með áherslu á markaðsmál. Eftir HÍ ákvað hann að leggja land undir fót og fór í mastersnám í markaðsfræðum í Gold Coast , Ástralíu.
Eftir það nám kom Hermann aftur til Íslands og hóf störf hjá auglýsingastofunni Pipar.
Hjörvar ásamt félaga sínum settur á laggirnar fjaroflun.is sem kveikti áhuga hans á vefverslunum og í framhaldi á því hóf hann störf hjá Smartmedia

Um fjaroflun.is segir
Með þjónustu okkar viljum við gera einstaklingum og hópum auðveldara fyrir að stofna fjáraflanir ásamt því að auðvelda skipulag og spara útgjöld fyrir vörum.
Aðstandendur síðunar hafa starfað umtalsvert að íþrótta og æskulýðrsmálum og þekkja því vel þær raunir sem fylgt geta fjáröflunum af þeim toga. Síðunni er ætlað að koma til móts við þarfir foreldra, kennara, þjálfara og annara sem þekkja til eða vilja styrkja ungt fólk til góðra verka.
Um SmartMedia
Áratugareynsla í gerð vefverslana
SmartMedia hefur frá stofnun byggt upp góð og náin viðskiptasambönd við fjölda fyrirtækja. Í dag þjónustum við 156 íslensk fyrirtæki með sínar netverslanir og fer þeim fjölgandi.