Ari Steinarsson er gestur þáttar númer 90, Ari kom líka í heimsókn til Óla Jóns í þætti 2.
Margt hefur gerst hjá Ara síðan þá, helst ber auðvitað að nefna að hann er orðinn afi. Ari hefur einnig ásamt fleirum stofnað fyrirtækið YAY, þar sem hann er framkvæmdastjóri.

Á yay.is segir;
“Velkomin í YAY, við erum stafrænt gjafakortasmáforrit og við munum gjörbylta því hvernig fólk gefur, þiggur, kaupir, selur og skiptir gjöfum og kemst í samband við annað fólk. Veldu gjafakort frá mörghundruð fyrirtækjum og dreifðu ástinni, fagnaðu vináttu, sýndu stuðning, verðlaunaðu eða nýttu hvaða tækifæri sem er til að veita öðrum hamingju. Það er okkur mjög mikilvægt.
Það er alltaf pláss fyrir meiri ást og fleiri YAY-augnablik í heiminum.”
Í þættinum segir Ari okkur frá stofnun YAY, allt frá hugmyndinni sem kviknaði fyrir nokkrum árum, hvernig brandið varð til með aðstoð norsku auglýsingastofunnar Nord og hvað hann telur mikilvægt í ferli sem þessu. YAY voru valdir til þessa að sjá um framkvæmdina að koma ferðagjöfinni frá stjórnvöldum til landsmanna sem stórt og mikið verkefni.

Ari hefur starfað hjá og komið að rekstri og nokkura fyrirtækja t.d Netráðgjöf sem hann stofnaði og seldi svo, Reykjavík Sailors sem framkvæmdastjóri og einnig sem markaðsstjóri Kynnisferða.
Ari hefur einnig starfað í nokkur ár sem kennari hjá Opna Háskólanum í Reykjavík þar sem hann kennir Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.