2. Þáttur Ari Steinarsson

Ari Steinarsson
Framkvæmdastjóri Reykjavík Sailors
Kennari í Háskólanum í Reykjavík

Ari hefur verið viðloðandi markaðssetningu á netinu síðan 2007 þegar hann stofnaði Netráðgjöf og mikið hefur breyst síðan þá.
Hann er að kenna þriðja árið í röð við Háskólann í Reykjavík markaðsetningu á netinu. Honum finnst þó hálf skrítið að hafa sér kúrs í þessu  það er ekki eins og það sé kennd sér markaðssetning í prenti.
Samkvæmt Ara er fólk sem er að sækja sér þekkingu meira markaðsfólk í dag en ekki tæknifólk eins og var áður.
Ari hefur unnið mikið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu síðustu ár bæði í ráðgjöf og einnig að sjá um til dæmis Google Adwords. Einn af kostum Google Adwords er að það skiptir ekki máli hvort fyrirtæki eru lítil eða stór það er fljótt að skila árangri
Efnismarkaðssetnig er hinsvegar langtíma verkefni. Markaðssetning hefur í raun ekkert breyst það þarf að greina markhópinn o.þ.h. það eru bara fleiri tól í boði núna. Ari skrifaði blogg á Netráðgjöf um hvernig á að ná til ferðamanna árið 2014 og telur hann það eiga enn við.
Að markaðssetja á netinu kostar alltaf en þarf kannski ekki að kosta eins mikið og önnur markaðssetning í upphafi. Lítil fyrirtæki eiga að geta nýtt sér sveiganleikan og verið snögg að bregðast við.
Samfélagsmiðlaleikir geta skilað árangri að mati Ara ef þeir eru rétt gerðir. GoIceland gerði leik  sem skilaði miklum árangri. Sá leikur gekk út á að þátttakendur tóku mynd af geirfuglsbangsa og sá  sem tók bestu myndina fékk leiguna endurgreidda.

Ari tók svo að sér að koma fyrirtæki af stað í ferðaþjónustugeiranum og kallar hann það ,,Gott á mig verkefnið” en Reykjavík Sailors var ekkert nema bátur þegar Ari tók það að sér. Þar var ekkert markaðsefni til, engin skrifstofaog ekkert starfsfólk. Hann byrjaði að gera allt markaðsefnið alveg frá grunni. Reykjavík Sailors bjóða uppá meira en hvalaskoðun eru meðal annars með norðurljósaferðir, sjóstöng og fleira. Þessi bransi er bæklingadrifinn að mati Ara og mikið atriði að hafa notendavæna bæklinga
Ari segir að það sé 50/50 hvort fólk bókar í ferðir hjá þeim fyrir eða eftir að það kemur til landsins. Reykjavík Sailors er 13 manna fyrirtæki í dag.
Þetta er búið að vera mikill skóli og skemmtilegt að starta svona fyrirtæki. Spurður hvað bæri að hafa í huga fyrir þá sem eru í þessum hugleiðingum segir Ari að það sá mikilvægt að vera snöggur að aðlaga sig, ef eitthvað er ekki að virka breyttu því.

Mikilvægt að fá fagfólk til verka þegar það er budget til fyrir því og ekki reyna að gera allt sjálfur. Gerðu það sem þú ert góður í en settu fagfólk í það sem þú kannt ekki.
Þeir sem hafa áhuga á að hafa samband við Ara geta gert það hér aristeinarsson@gmail.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *