Þáttur 135 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir

Ásta Kristín framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Í þessu viðtali segir Ásta okkur frá horfum í ferðaþjónustunni, hvað við höfum lært á undanförnum mánuðum í tengslum við Covid, frá Ratsjánni sem er “ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.” ásamt mörgu fleiru.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir


Á vefsíðu ferðaklasans segir;
Íslenski ferðaklasinn var stofnaður 12.mars 2015 á fjölmennum stofnfundi sem haldinn var á Hótel Reykjavík Natura.
Stofnun Íslenska ferðaklasans markar tímamót og nýbreytni í íslenskri ferðaþjónustu.
Klasasamstarfið er hrein viðbót við þá starfsemi sem unnin er á sviði ferðamála, s.s. eins og hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og Íslandsstofu, svo dæmi séu nefnd, og kemur ekki í stað þeirra. Þvert á móti mun klasinn stuðla að auknu samstarfi við þessa aðila sem og aðra um land allt. Hér er um að ræða þverfaglegt samstarf sem styrkir og eflir greinina með markvissum hætti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *