Vestmanneyingurinn, markaðsmaðurinn, bjórskólakennari og leiðbeinandi við Opna Háskólann í Reykjavík Sveinn Waage er gestur Óla Jóns í þessum þætti. Spjall um markaðsmál, lífið, húmor klisjukennda frasa og margt fleira.
Á oh.ru.is segir um Svein;
“Markaðsstjóri og sérfræðingur í samskiptum
Sveinn býr yfir áratuga reynslu og ástríðu fyrir fræðslu og skemmtun. Hann hefur starfað í 12 ár sem kennari í Bjórskólanum ásamt námskeiðahaldi í heimabókhaldskerfi Meninga.
Sveinn hefur haft umsjón með samfélagsmiðlum fyrir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands í framboðum hans 2016 og 2020.
Sveinn bæði meðeigandi, situr í stjórn og starfar sem markaðsstjóri hjá Svarið ehf, sem er fyrirtæki með framúrstefnulega framtíðarsýn.
Fyrirtæki sem Sveinn hefur unnið markaðsstörf fyrir eru ólík og reynslan því breið og fjölbreytt. Af fyrirtækjum má nefna Grey Line Iceland, Íslandsstofa – Inspired by Iceland, Meniga, Ölgerðin, 365 Birtingur og Credit info group.”

Sveinn segir okkur frá námskeiði sem hann stendur að við Opna Háskólann í Reykjavík sem nefnist
Húmor virkar – í alvöru
Námskeið um hvernig húmor eykur skilvirkni og árangur
Við ræðum auðvitað Bjórskólann og fleiri verkefni sem Sveinn hefur verið og er að vinna að.