Þáttur 105 Hildur Arna Hjartardóttir

Hildur Hjartardóttir er makaðsstjóri indó, nýs áskorendabanka á Íslandi. Hún útskrifaðist með MSc gráðu frá HÍ í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum og hefur frá útskrift starfað sem vörustjóri hjá VÍS og Landsbankanum og rekið sína eigin markaðsstofu. Hildur segir að hugmyndin á bakvið indó byggi á því að hafa áhrif til góðs en fólkið á bakvið indó hefur mikla reynslu af fjármálamarkaði og nýsköpun. indó leggur upp með það að hafa hlutina einfalda og gegnsæja með það að markmiði að viðskiptavinir skilji hvernig bankinn virkar og að þeir muni hafa gaman að því að nota hann. Til að byrja með mun indó bjóða upp á debetkortareikning þar sem allar innstæður verða lagðar beint inn til Seðlabankans og því 100% öruggar. Þjónusta indó er rafræn og því aðgengileg hvar og hvenær sem er í gegnum snjallsíma. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *