Steinar Þór Ólafsson þáttur 66

Steinar Þór Ólafsson markaðsstjóri Skeljungs er meðal annars menntaður íþróttakennari og rak Crossfitstöð í Lúxemburg.

Steinar Þór Ólafsson

Í þessu í viðtali segir hann okkur frá þeim áskorunum sem liggja fyrir hjá markaðsstjóra í fyrirtæki einsog Skeljung sem reka sínar bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar.

Steinar hefur líka verið mjög duglegur að nýta sér Linkedin, hans mat er að Linkedin sé einn vanmetnasti samfélagsmiðilinn.
Hann segist vera óhræddur við að setja inn þar það sem honum finnst og að segja sýnar skoðanir.
Mark Ritson barst líka í til en Steinar kláraði nýverið Mini MBA námskeið hjá honum sem hann mælir sérstaklega með.

Á Linkedin hjá Steinari segir um hann og Skeljung:

“Ábyrgð á öllu markaðsstarfi Skeljungs á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði á Íslandi sem og hluta af alþjóðlegri sölu félagsins til skipa í N-Atlantshafi.

Skeljungur starfrækir 65 bensínstöðvar á Íslandi undir vörumerkinu Orkan. Á fyrirtækjamarkaði selur og dreifir Skeljungur skipaolíu, eldsneyti, efnavöru og áburði til fyrirtækja og einstaklinga í atvinnustarfsemi ásamt því að reka olíuprammann Bark sem þjónustar m.a. olíu til erlendra skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn.

Skeljungur er móðurfélag Magn, fyrrum Shell í Færeyjum, með 135 starfsmenn og 690 milljón DKK í árlega veltu. En einnig á Skeljungur þriðjungshlut í WEDO eiganda vefverslunarinnar Heimkaup.is” 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *