Ólafur Örn Nielsen þáttur 74

Ólafur Örn kom í heimsókn til mín í nóvember síðastliðnum. Ólafur sagði okkur frá dögum sínum hjá Árvakri og Eddu útgáfu. Tíminn hjá WOW var líka ræddur þar sem Ólafur leiddi stafræna hlutann á upphafsárum WOW. Hann segir okkur líka frá því þegar hann og Steinar Ingi sem kom til mín í þátt 56 stofnuðu Form 5 sem síðar varð Kolibri.

Ólafur Örn Nielsen

Ólafur er líka að kenna hjá Markaðsakademíunni. Um námskeiðið sem hann kennir STJÓRNUN LYKILVERKEFNA OG MARKMIÐASETNING MEÐ OKR segir á markadsakademian.is
Lærðu einfalda og áhrifaríka aðferðafræði við að skerpa fókus og forgangsraða því sem skiptir máli.
Á námskeiðinu er farið ofan í aðferðafræði OKR eða “Objectives & Key Results” sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti. Aðferðafræðin nýtur sívaxandi vinsælda og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Ólafur starfar nú sem ráðgjafi hjá fyrirtæki sínu Mantra.
Á mantra.is segir
Ég hjálpa fyrirtækjum, stofnunum og stjórnendum þeirra að grípa tækifærin sem stafræn umbreyting felur í sér og miðla reynslu síðustu 15 ára við stjórnun, vöruþróun í hugbúnaði, markaðssetningu og rekstur fyrirtækja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *