Í þessu þætti ræðum við Steinar Inga hjá Kolibri. Steinar segir okkur frá aðdraganda Kolibri og hvernig þeir vinna með sýnum viðskiptavinum. Við ræðum Design Thinking, Agile og margt fleira.
Steinar er hönnunarstjóri Kolibri. Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum í vef- og hugbúnaðarþróun á sínum ferli og hefur snertiflöt á flestum þeim verkefnum sem Kolibri kemur að. Hann leiðir framþróun hönnunaraðferða hjá Kolibri og hefur verið í lykilhlutverki í innleiðingu á þjónustuhönnun og hönnunarhugsun (e. design thinking) innan fyrirtækisins. Steinar er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MA (Res) gráðu í týpógrafíu & grafískum samskiptum frá Háskólanum í Reading.
