Myndbandsupptaka frá því ég hélt fyrirlestur um hlaðvörp á viðburði hjá Stjórnvísi 21. nóvember 2019 í Innovation house Eiðistorgi.
Hér má finna stutta samantekt frá Stórnvísi um það sem ég fór yfir.
“Langar þig að byrja með hlaðvarp, er það mikið mál?
Óli Jóns hefur haldið úti Hlaðvarpinu á jons.is í 3 ár.
Hlaðvarpið hans sem er í viðtalsformi er tileinkað sölu og markaðssmálum. Óli hefur tekið viðtal við marga helstu sérfræðinga landsins í sölu og markaðsmálum ásamt því að ræða við eigendur fyrirtækja um þeirra markaðsmál. Nú þegar Óli er búinn að setja um 70 þætti í loftið langar hann til að segja frá sinni reynslu í hlaðvarpsheiminum.
-Hvað hann hefði viljað vita áður en hann byrjaði?
-Hvað hefur komið honum á óvart?
-Hvað hefur breyst á þessum 3 árum
-Tólin og tækin, Óli kemur með búnaðinn sem hann notar til að taka upp
-Hvernig er ferlið frá hugmynd að viðmælanda þangað til þáttur er kominn í loftið?
