Lella Erludóttir Hey Iceland þáttur 51


Lella Erludóttir er markaðsstjóri Hey Iceland.
Lella segir okkur frá Hey Iceland sem er nýtt vörumerki fyrir Ferðaþjónustu bænda
Á vefsíðu Hey Iceland segir um fyrirtækið
Við bjóðum upp á yfir 170 gististaði af ýmsu tagi um land allt, frá litlum og notalegum stöðum upp í stærri gististaði sem henta vel fyrir hópa.
Hjá okkur finnur þú bændagistingu, svefnpokagistingu, sumarbústaði, íbúðir og sveitahótel
en gististaðir okkar eru staðsettir í fögru og friðsælu umhverfi sveitarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Lella sem hefur alltaf verið hrifin af sögu og sagnalist lærði fyrst sálfræði í háskóla og svo blaða og fréttamennsku.
Hún er svo ráðin í sprotafyrirtækið Tripcreator sem textamanneskja og í content marketing (efnismarkaðssetning).
Þar hélt hún utan um samfélagsmiðlana, ritstýringu á vefnum, bloggið og fleira.
Lella byrjar svo sem sérfræðingur í vef og markaðsmálum hjá Hey Iceland þar á eftir og er nú orðin markaðsstjóri.

Við Lella ræðum um hvaða markaðsleiðir Hey Iceland er að nota, Google Adwords, Content Marketing og samfélagsmiðla.
Einnig fékk ég Lellu til að segja mér hvaða ráð hún myndi gefa þeim sem eru að sjá um sýn markaðsmál sjálfir.

Fylgdu jons.is á Facebook hér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *