Það er óhætt að segja að Ágústa Sigrún sé með marga hatta. Hún er menntuð í og hefur starfað við markþjálfun, mannauðsstjórnun, sáttamiðlun, fararstjórn og söng svo eitthvað sé nefnt. Í þessu viðtalið fer Ágústa yfir þetta ásamt mörgu fleiru.

Á vefsíðu Ágústu agustasigrun.is segir meðal annars
“Árið 2014 lauk ég meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og markþjálfun á sama tíma. Er núna ACC vottaður markþjálfi og félagi í International Coach Federation (ICF) með um 400 tíma í reynslubankanum.
Ég hef unnið við mannauðsstjórnun og ráðgjöf síðan árið 2007, lengst af í ferðageiranum. Síðastliðin 5 ár hef ég unnið sjálfsætt sem mannauðsráðgjafi, fræðslustjóri og markþjálfi. Zenter rannsóknir hafa notið starfskrafta minna, þar sem ég vinn sem verktaki við aðgerðaráætlanir í kjölfar vinnustaðagreininga.
Hef aðstöðu á Laugavegi 178 fyrir markþjálfun og fundi.“

”Í mannauðsmálum hef ég víðtæka reynslu af því að stýra faglegu ráðningarferli og veita stjórnendum ráðgjöf á því sviði. Sú reynsla kemur sér vel í markþjálfun því ég vinn mikið með markþegum sem eru að hugsa um að skipta um starf eða jafnvel starfsvettvang, vilja skoða ný atvinnutækifæri.
Ég býð upp á úrlestur styrkleikagreininga Strengths Profile. Rannsóknir sýna að þegar við notum styrkleika okkar erum við ánægðari, komum meiru í verk og erum líklegri til að ná markmiðum okkar. Helsti styrkleiki minn þessa stundina skv. styrkleikagreiningunni er ADVENTURE, sem þýðir að ég hræðist ekki að taka áhættu og hef gaman af því að stíga út fyrir þægindahringinn. Annar styrkleiki sem er í reglulegri notkun er CATALYST, sem þýðir að ég nýt þess að hvetja aðra til dáða og sjá þá ná árangri með því að láta hluti gerast. Hef einnig orðið mér úti um réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst.
Bætti nýverið við sáttamiðlun í reynslubankann og ég hlakka til að taka að mér fleiri verkefni sem sáttamiðlari.
Fararstjórn og leiðsögn eru líka verkefni sem ég tek að mér reglulega og fer með hópa til Ítalíu, Slóveníu og Króatíu.“