FKA & Jóns Eva Magnúsdóttir

Ég hitti Evu Magnúsdóttur í júní síðast liðnum og þar ræddum við um hennar líf og störf. Hún sagði mér frá fyrirtækinu sínu Podium en það býður uppá sérfræðikunnáttu í stefnumótun, sjálfbærni og ímynd fyrirtækja. Eva sagði okkur líka frá Landvættinum sem hún er að taka þátt og frá FKA. Eva ræddi líka um samfélagsmiðlaskýrslu sem hún vann með Krónunni og vann verðlaun fyrir, mikilvægi þannig vinnu og hvernig hún er unnin.

Eva Magnúsdóttir

Á podium.is segir um Evu;
Eva Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Eva hefur umfangsmikla reynslu úr íslensku atvinnulífi af stjórnun og stefnumótun fyrirtækja, samfélagsábyrgð og samskiptamálum. Hún sat í framkvæmdastjórn Mílu til fjölda ára og gegndi jafnframt stöðu forstöðumanns samskipta og talsmanns hjá Símanum. Hún starfaði sem ráðgjafi hjá KOM og sem sjálfstætt starfandi blaðamaður auk þess að ritstýra Helgarblaði DV. Eva hefur setið fjölda námskeiða um samfélagsábyrgð og hefur veitt ráðgjöf, kennt og haldið fyrirlestra um málefnið. Hún er með MBA gráðu í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Að auki lauk hún B.Sc gráðu í þjóðháttafræði, leikhús- og kvikmyndafræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *