Fannar Ásgrímsson Sjóvá þáttur 39


Fannar Ásgrímsson er vef og nýmiðlastjóri hjá Sjóva.

Hann hefur komið að vef og markaðsmálum undanfarin ár, fyrsta greidda vefverkefnið var 2005 en svo sem fullt starf síðan 2010.
Fannar lærði heimspeki og japönsku og er nú um þessar mundir að skrifa meistararitgerð í siðfræði.
Ég fékk Fannar í spjall meðal annars til þess að ræða ferlið á nýjum vef sem kom í loftið hjá Sjóvá, sjova.is fyrir um ári síðan.
Vefurinn fékk einnig verðlaun á íslensku vefverðlaununum 2017 sem besti fyrirtækjavefurinn í stærri fyrirtækjum.
Vefinn unnu þau í samvinnu með Kosmos & Kaos og Vettvang (Elmar hjá Vettvang var gestur minn í þætti númer 9).
Það sem við förum yfir er meðal annars hvernig þú færð allt starfsfólkið með þér í svona verkefni og hversu mikilvægt það er að fá alla með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *