Efnismarkaðssetning eða content marketing, hvað er það?
Efnismarkaðssetning eða content marketing, er sá hluti markaðssetningar sem felur í sér að búa til og deila hjálplegu og gagnlegu efni á netinu (svo sem myndböndum, bloggum og færslum á samfélagsmiðlum). Efni sem ekki er beint að auglýsa vörumerki heldur er ætlað að vekja áhuga á vörum þess eða þjónustu?
Til að svara þessari spurningu en betur hitti Óli Jóns, Hans Júlíus Þórðarson hjá Vettvang.
Hans Júlíus Þórðarsson hjá Vettvangi.

Júlíus hefur skrifað mikið um efnismarkaðssetningu á sýnum vef b2bsarpur.info á Linkedin og á vef Vettvangs
Við förum að vanda í feril Júlíusar til þessa og hversvegna efnismarkaðssetning er hans val.
“Áður en ráðist er í metnaðarfulla efnisvinnslu er mikilvægt að greina núverandi stöðu og setja niður stefnu.
Efnisvinna sem byggir ekki á vönduðum grunni er nánast tíma- og peningasóun.
Það til dæmis nauðsynlegt að skilja persónur og leikendur í kaupferlinu – eða kauppersónurnar (e. buyer personas), sem stundum eru kallaðar – áskoranir þeirra, spurningar og efasemdir.”
(af vettvangur.is)
Þetta ræddu þeir Júlíus og Óli og sammála um hversu mikilvægt það er að fara í þessa vinnu áður en lengra er haldið.
Nokkir punktar sem einnig báru á góma:
- Mælanleg markmið
Hvað viljum fá út úr þessu? - Þróun kauppersóna
Hvers vegna og hvernig er það gert? - Efnisúttekt
Hvaða efni er til nú þegar, hvað er úrelt, hvað má uppfæra, hversvegna þarf nýtt efni, hvað er sígrænt efni? - Efni er ekki bara texti
Hvar koma myndbönd og hljóð/podcast í mixið? - Birtingaráætlun efnis
Skiptir tíðni máli, magn eða gæði? - LinkedIn handbókin
Hvað er það?
Elmar Gunnarsson hjá Vettvang var viðmælandi Óla Jóns 5. janúar 2017.
Ýmislegt hefur breyst síðan þá, á vef Vettvangs segir um fyrirtækið:
Vettvangur fyrir vandláta
“Þetta er Vettvangur okkar. Hér hönnum við og þróum vandaða vefi og stafrænar lausnir fyrir kröfuhörðustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við elskum að leysa stafrænar flækjur og létta líf viðskiptavina okkar í leiðinni. Vegferðina eigum við saman, áskorunin er okkar allra. Með hverjum sigri vina okkar fögnum við.
Þá er gaman.”