Dísa Óskarsdóttir FKA & Jóns

Næst á dagskrá í þessari nýju þáttaröð, þar sem Óli Jóns hittir FKA konur,
er Bryndís Óskarsdóttir.
Ég heimsótti Dísu í Skjaldarvík rétt við Akureyri þar sem hún rekur gistiheimili og hestaleigu. Dísa sem er grafískur hönnuður hefur skreytt gistiheimilið með sínum verkum á mjög skemmtilegan hátt. Þegar ég kom í heimsókn var frekar rólegt yfir staðnum enda Covid búið að hafa mikil áhrifa á íslenska ferðaþjónustu líkt og annarsstaðar í heiminum. En það var engan bilbug að finna á Dísu enda með mörg járn í eldinum.

Á vefsíðunni disaoskars.com segir um Dísu; “Ég heiti Bryndís, alltaf kölluð Dísa. Síðan 2010 hef ég rekið ferðaþjónustu í Skjaldarvík rétt við Akureyri. Á þessum tíma hef ég lært margt nýtt, hvað varða mat, nýtni, umhverfið, gesti og ekki síst hvað varðar starfsfólk og samskipti. Það sem ég hef lært hef ég lært bæði af mistökum, námskeiðum hjá sérfræðingum sem og bara fólkinu í kring um mig.
Því sem betur fer eru nýjir tímar í uppsigligu þar sem fólk deilir því sem það kann. Muniði þá tíma þegar konur tímdu ekki einu sinni að gefa uppskriftirnar sínar 🙂
Ég fæ endalausar spurningar alla daga um hvernig ég geri hitt og þetta og að geta deilt mínum hugmyndum eða lærdómi finnst mér algerlega magnað því eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að læra eitthvað nýtt sjálf.
Út frá öllum þessum spurningum eru námskeiðin mín hér á þessari síðu hönnuð, ég vildi óska að svona námskeið hefðu verið til þegar ég byrjaði í þessum bransa svo ég hefði geta lært enn hraðar og sloppið við allmörg mistök.
Ég vona svo innilega að ég geti kennt þér eitthvað skemmtilegt og nýtt.

Dísa sem er grafískur hönnuður er með námskeið sem má finna nánari upplýsingar um á disaoskars.com
Meðal námskeiða er Úr geymslu í gersemi og Haminjgubókin
Hamingjubókin er snilldar vef-bók með alls konar grafík svo þú getir útbúið margs konar kort, umslög,  gjafir og fleira með fallegri grafík fyrir alls konar tilefni þegar þér hentar.

Fjölmörg verk eftir Dísu má finna á veggjunum í Skjaldarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *