Þáttur 94 Magnús Hafliðason

Magnús er í dag forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Sýnar. Magnús starfaði í mörg ár hjá Dominos, einnig hjá Joe & the Juice ásamt því að sitja í stjórn ÍMARK og fjölda fyrirtækja.
Magnús segir okkur frá árunum hjá Dominos og muninum á því að starfa að markaðsmálum annars vegar á Íslandi svo hinum norðurlöndunum.

Magnús Hafliðason

Í fréttatilkynningu í Viðskiptablaðinu þegar Magnús tók við núverandi starfi sýnu hjá SÝN segir;

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Sýnar og mun heyra beint undir forstjóra. Ásamt því að leiða samskipta- og markaðsmál vörumerkja félagsins mun Magnús koma að starfrænni þróun fyrirtækisins og málum sem snúa að upplifun viðskiptavina þvert á vörumerki.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn.

Magnús hefur meðal annars starfað sem rekstrar- og markaðsstjóri Domino‘s á Íslandi og framkvæmdastjóri Domino‘s í Noregi á árunum 2014-2017. Undanfarið hefur Magnús verið framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis. Magnús útskrifast með MBA gráðu frá Háskóla Ísland í vor.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *