Bergur Ingi Pétursson & Andri Birgisson hjá Virkja þáttur 68

Bergur og Andri hjá Virkja er gestir mínir í þessum þætti. Þeir segja okkur frá þeirra fyrirtæki, þeirra hugsjónum ásamt því hvað þeir hafa verið að gera undanfarin ár.

Bergur Ingi Pétursson

Bergur er afreksmaður á mörgum sviðum. Hann starfar sem þjálfari og leiðbeinandi hjá Virkja. Bergur hefur mikla reynslu af rekstri fyrirtækja og verkefnaumsjón.

Andri Birgisson

Andri hefur yfir tíu ára reynslu í hugbúnaðarþróun og nýsköpun. Hann hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi og stofnandi fjölda fyrirtækja. Seinustu ár hefur vitundarsköpun hjá honum sjálfum og öðrum spilað stærra hlutverk.


Um Virkja segir á virkja.is
Sprottið af ástríðu
Virkja var stofnað af Laufeyju Haraldsdóttur í byrjun árs 2018. Laufey lærði markþjálfun hjá Evolvia og þekkir það af eigin reynslu hvað markþjálfun getur gert fyrir fólk sem vill ná lengra á sinn eigin mælikvarða. Laufey er frumkvöðull og hefur komið víða við í atvinnulífinu. Ástríða hennar fyrir markþjálfun hefur spilað stóran þátt í lífi hennar og í dag er hún starfandi ACC markþjálfi. Hún vinnur með einstaklingum, hópum og fyrirtækjum ásamt því að halda uppbyggjandi námskeið og fyrirlestra. Hún er einnig í frábæru kennara teymi Profectus og kennir þar gunnnám markþjálfunar.”

Námskeið sem eru komin á dagskrá hjá Virkja er meðal annars byrjenda námskeið í WordPress

“WordPress námskeið fyrir byrjendur
Vefsíða frá grunni
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja komast hratt af stað í vefsíðugerð. Þátttakendur læra að setja upp eigin vefsíðu frá grunni í WordPress vefumsjónarkerfinu og enda á því að setja vefinn upp á eigin hýsingu. Vefsíðugerð er orðið mjög vítt hugtak í dag. Mikil þróun hefur átt sér stað síðasta áratuginn á því sviði og teygir vefsíðugerð anga sína margar áttir þ.á.m hönnun, forritun, umsjón, markaðssetningu o.fl. WordPress hefur staðist þolraunir þessarar þróunar með mikilli prýði og keyrir drjúgan hluta af vefsíðum internetsins í dag, og ekki af ástæðulausu. WordPress er mjög sveigjanlegt á þann hátt að hægt er að nota það sem umsjónarkefi fyrir vefsíður, vefverslanir, blogg, samfélagssíður og margt fleira. En það er einnig einfalt í notkun og gerir fólki kleyft að smíða alvöru vefsíður án þess að þurfa að kunna forritun eða vefkóðun. Mörg fyrirtæki leitast eftir því að ráða starfsfólk með almenna þekkingu á WordPress. Á þessu námskeiði grisjum við leiðina að því að læra uppsetningu og viðhald vefsíðna á mjög hnitmiðaðan hátt og án ónauðsynlegra útúrdúra.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *