Nýr þáttur á jons.is Inga Rós Antoníusdóttir verkefnastjóri stafrænnar ferðaþjónustu hjá Ferðamálastofu er gestur minn í þessum þætti.
Við förum yfir víðan völl í markaðsmálum fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.

Í tilkynningu frá Ferðamálastofu sagði um ráðningu Ingu Rósar á sínum tíma;
“Inga Rós er menntuð í alþjóðaviðskiptum með áherslu á þvermenningarleg samskipti frá Copenhagen Business School, auk kennaragráðu frá HÍ. Hún hefur á liðnum árum aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á hinum stafræna heimi, með kennslu, ráðgjöf og sem markaðsstjóri með áherslu á stafrænar lausnir. Undanfarin ár hefur Inga Rós verið búsett í Kaupmannahöfn og mun sinna starfinu þaðan.”