Auður Ösp Ólafsdóttir

Storytelling í markaðssetningu með Auði Ösp.


Auður Ösp Ólafsdóttir átti og rak ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík í áratug og byggði það upp með persónulegum sögum af landi og þjóð.
Þar blandaði hún persónulegum frásögnum, á meistaralegan hátt, saman við fjölbreytileika íslenskrar menningar og náttúru. Nálgun hennar heillaði ekki aðeins ferðamenn alls staðar að úr heiminum heldur gaf hún einyrkjum og minni ferðaþjónustuaðilum von í harðri samkeppni við stærri fyrirtæki.

Auður Ösp Ólafsdóttir velkomin í hlaðvarpið hjá Jóns

Takk fyrir að bjóða mér

Mín er ánægjan, við ætlum að ræða sögur í markaðssetningu og margt annað. Það var frábær vinnustofa hjá ferðaklasanum sem ég verð að viðurkenna að ég gleymdi að setja í dagatalið og þrátt fyrir að hafa verið bókaður þá gleymdi ég að mæta, það var rosalega slæmt, þetta kemur aldrei fyrir hjá mér, en við ætlum ekki að tala um mig við ætlum að tala um þig. Segðu mér aðeins frá þínum bakgrunni og hvað þú hefur verið að gera í gegnum tíðina.

Ég var í gærkvöldi afþví ég vissi að ég væri að koma hingað hvernig ætla ég að svara þessari spurningu og það komu svona tíu mismunandi útgáfur af henni. Ástæðan að það var soldið erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu er að ég hef farið soldið óhefðbundnar leiðir í lífinu og þegar fólk lítur á CVið mitt þá þarf það að skilja hvað ég geri til að fatta hvort það er gott eða ekki. Fyrsta alvöru starfið mitt var á ferðaskrifstofu, byrjaði í bókunum, varð svo vefstjóri og endaði svo sem stafrænn markaðsstjóri, það var ekki titillinn sem ég var með en það var það sem ég var að gera í rauninni. Ég var þar í 7 ár, svo var ég alltaf að byrja í námi, hætta í námi, byrja í námi. Svo 2011 fer ég af stað með mitt eigið projekt sem ég í einhverju bríaríi kallaði I heart Reykjavík og var svo bara föst með það nafn og var í því í 10 ár og endaði í rekstri með starfsmenn og með veltu og allskonar.

Út á hvað gekk það?

Þetta var sem sagt að ég byrjaði sem vefstjóri hjá þessari ferðaskrifstofu og var þar mjög mikið í leitarvéla bestun, og ég var að reyna að finna leiðir til að fá fólk til að koma inná heimasíðu fyrirtæksins, fólk sem vissi ekki að við værum til, ég var að reyna að stækka áforfendahópinn í rauninni.

Þetta er í árdaga leitarvéla bestunar, í árdaga samfélagsmiðla sem markaðstól, og ég ákvað að það væri langbest fyrir ferðaskrifsofu að vera með ferðablogg. Afþví ég er þannig að ég fer 110 prósent inní allt sem ég geri þá teiknaði ég þetta upp og var eiginlega með buisness proposal og fór með það til yfirmanns míns, þetta er það sem við þurfum að gera, svona náum við í fleiri viðskiptavini. Og hann var bara nei, ömurleg hugmynd.

Nei ekki ömurleg hugmynd, en hann skildi þetta ekki þannig ég ákvað að gera þetta sjálf, þannig ég byrja með þetta ferðablogg 2011 og ég var ekki með neitt hvað á maður að segja, ég var ekki með neitt annað markmið en það að ég var að byrja í náminu og ég ætlaði að sýna fólki þegar ég kæmi út úr náminu að ég vissi hvað ég væri að gera. Þetta var svona leið til að koma á framfæri hvað leitarvélabestun er eða var allavega góð leið til að koma sér á framfæri.

Já er, við getum farið í þetta á eftir, en já ég var bara á réttum tíma á réttum stað ferðaþjónustan var ekki farin að nýta sér blogg í neinum mæli þá, og já ég ákvað að fara bara af stað með þetta og hugmyndin var bara að vera svona einn staður á netinu þar sem ferðamenn sem voru á leið til Íslands gátu fundið upplýsingar frá lókal fólki, það var rosalega mikið af ferðabloggurum sem kom til Íslands en þeir voru bara allir að koma í viku, þeir voru ekki með eins djúpar upplýsingar og ég, ég var búin að vinna í ferðaþjónustunni, var búin að vinna með öllum helstu fyrirtækjunum, þannig ég var með allt annan vinkil heldur en þessir erlendu ferðabloggarar. Hugmyndin var að fólk gæti fengið góð ráð um Ísland, taglineið í upphafi var allavega að setja þetta fram á semientertaining way, ég var að reyna að halda í húmorinn. Svo bara fór þetta á flug og varð mjög fljótt mjög stórt.

Frábært, hvað var tekjumódelið, hvernig lifðuru á þessu?

Já sko frá 2011 til 2014 var ég ekki með neinar tekjur, eða jú ég prjónaði litlar lopapeysur sem voru lyklakippur og 

Vel gert. 

Og seldi þær út um allan heim, það var ekki mjög sustainable buisness afþví ég var mjög lengi að prjóna, en svo var ég að senda símkort út um allan heim, því símafyrirtækin föttuðu ekkert að fólk vildi hafa símkort í höndunum þegar það kæmi til landsins, þannig ég var að senda þetta út um allan heim í mörg ár og það var bara góður buisness. En svo lenti ég í því að ég var í námi og vantaði sumarvinnu og sótti um hjá öllum ferðaþjónustu fyrirtækjunum í Reykjavík og fékk ekki einu sinni viðtal neinsstaðar þrátt fyrir að ég væri með 7 ára reynslu og allskonar, þannig ég vara bara ok það ætlar enginn að ráða mig þannig þá verð ég bara að búa til eitthvað sjálf. Ég ákvað að fara af stað með gönguferðir um Reykjavík og gerði það og ég held að ég hafi farið að stað með það 2014 frekar en 2013. Og ég var bara þetta er bara sumarstarf og þannig ef ég fæ tvo á dag eða eitthvað, en á mánuði var ég farin að labba 3 ferðir á dag og gerði það í eitt ár, gerði það bara ein og ég hætti bara í náminu sem ég var í og þarna var ég bara komin með rekstur.

Ég hef farið í svona erlendis en kannski eðlilega ekki hér, en er þetta ekki pínu skemmtilegt frá hinum endanum? Að vera að labba með fólk og sýna því um?

Þetta var bara ógeðslega gaman og á þessum tíma var ég orðin soldið leið á því að vera alltaf inná skrifstofunni að læra eða eitthvað og alltaf að búa til efni þannig mér fannst mjög skemmtileg tilbreyting að vera úti allan daginn og hitta skemmtilegt fólk, þannig þetta var bara ótrúlega gaman.

Var þetta bara á ensku eða var verið að tala líka önnur tungumál?

Nei ég var bara að tala ensku og ég var mjög markvisst í því þar sem ég var að markaðssetja mig fyrir bandaríkjamenn, og kannski breta yfir veturinn, því þeir eru stærsti hópurinn yfir vetrartímann og það kom auðvitað fólk allsstaðar úr heiminum og það var auðvitað velkomið en ég var að skrifa fyrir bandaríkjamenn, notaði ameríska ensku og þannig.

Og þannig komu viðskiptin í gegnum vefinn, ef við notum það frábær orð, fólk var að googla fann þig og keypti þjónustuna?

Já það var bara þannig, ég lokaði 2020 þannig ég var allavega í þessu í 6 ár kannski 7, allan þennan tíma þá keypti ég aldrei auglýsingu,ég  var ekki með bækling, ég var eiginlega ekkert að vinna með ferðaskrifstofum. Það voru einhverjar ferðaskrifstofur sem báðu um að selja ferðirnar mínar en ég var bara mjög selectiv á það og ég ætla ekki að borga ykkur meira en 15% í comission sorry, take it or leave it, og bara þeir sem vildu, vildu það, já og þetta gekk bara rosalega vel og á tímabili var ég með 6 starfsmenn og ég man ég var einu sinni tilnefnd til íslensku vefverðlaunanna fyrir síðuna mína þar sem ég gerði hana sjálf og svona, var þar í einhverjum einstaklingsflokki. Og ég man að kynnirinn var bara eitthvað já en sætt hér er eitthvað blogg sem er tilnefnt, en þetta var aðeins meira en blogg, ég var búin að eyða 16 klukkustundum á sólarhring í þetta en allt í lagi tölum um þetta svona.

Hvaða tól og tæki notaðir þú til að vita um hvað þú ættir að skrifa, eða skrifaðir þú alltaf um sama efnið eða, hvernig var planið eða uppskriftin?

Ég var náttúrulega búin að vera vinna í ferðaþjónustunni þannig ég vissi hvaða spurningum fólk var alltaf að leita að og fundu ekki svörin, svo var ég bara mjög dugleg að stalka einhverjar facebook grúbbur og tripadvisor og allt það og finna spurningarnar sem fólk var að spyrja að, svo seinna var ég að vinna í svona coustomer experience og og ferðalag viðskiptavina, oft þegar maður horfir tilbaka þá fattar maður að maður var að gera eitthvað ég var náttúrulega bara soldið að horfa á ferðlag viðskiptavinarins til Íslands, á þeim tíma voru fyrirtækin að nota blogg og svona en þau voru bara að nota þau til að selja ferðirnar sínar en ég var ok ertu að koma til Íslands, hvað ætlar þú að hafa með þér, hvernig ætlar þú að pakka, hvernig ætlar þú að klæða þig, hvernig ætlar þú að komast af flugvellinum, ætlar þú að kaupa áfengi í fríhöfninni.

Ég bara tók allt ferðalagið þannig ég var bara mjög dulgeg, og í stanslausum samskiptum við fólk líka, í gönguferðunum í emailinum, á samfélagsmiðlum, þannig ég var mjög góð að finna efni.

Þarna eru bara komnir þrír stæðstu punktarnir í þessu, það að vita hver markhópurinn þinn er, að vera í rannskóknarvinnu um hvað markhópurinn þinn vill og í þriðja lagi að vera í samskiptum við hann.

Þetta er bara nákvæmlega eins og á að gera þetta  segi ég enn þann dag í dag, ef þú veist ekki við hvern þú ert að tala þá veistu ekki hvað þú átt að segja og svo framvegis.

Hvað er það sem ég vill að viðkomandi geri eða hvaða tilfinningu viltu kveikja hjá viðkomandi til þess að fá hann til að gera það sem þú vilt að hann geri og svo hvaða efni þarf ég að skrifa til að fá þennan aðila til að upplifa þetta. En til að vita þetta þá þarftu að vita við hvern þú ert að tala.

Það er eins og það  þarf enginn að segja mér að það er klárlega hagkvæmara að koma með tilbúið bakkelsi á allar bensínstöðvar á landinu heldur en að baka það á staðnum, en lyktin sem fyllir bensínstöðina, tilfinningin sem lyktin kallar fram breytir öllu.

Og það er alveg sama hvernig maður snýr þessu rétt eins og einn plús einn er tveir þá skiptir þessi tilfinning öllu máli uppá hvað fólk gerir.

En svo við höldum áfram, varstu að gera þetta allt sjálf eða?

Já ég var bara markaðstjóri, framkvæmdarstjóri, ég var bara stjórinn. Ég veit ekki alveg hvernig ég gerði þetta fyrsta árið því ég var kannski með þrjár gönguferðir og á tímabili hélt ég að ég væri ljósmyndari þannig ég var líka að taka myndir af fólki og selja þeim það sem er alger sturlun því ég veit ekkert um ljósmyndun, en jú ok ég er með auga. En svo þurfti ég að skila myndunum, svo þurfti ég að búa til efni, svo þurfti ég að búa til efni fyrir samfélagsmiðla og ég var kannski að svara hundrað emailum á dag.

En þú hélst áfram allan tíma sem þú varst með fyrirtækið að vera ein í að skrifa content?

Já, 

Það er eitt að geta gert sjálfur, en stundum þarf maður að geta sýnt og kennt hvernig á að skrifa content.

Já enda þegar ég fór að ráða fólk þá var ég ekki að ráða fólk í þetta, þetta er það sem ég er best í, þetta er mitt core, þannig ég var frekar að ráða, mér fannst auðveldara að þjálfa fólk í að labba með fólk um Reykjavík heldur en að þjálfa það í að skrifa efni. 

Það er góður punktur, að fá aðstoð við það sem þú ert ekki góður í.

Já en það var alveg líka challenge fyrir mig því ég setti sjálfa mig í miðjuna á vörumerkinu þannig fólk varð fyrir vonbrigðum þegar ég var ekki í hverju einustu ferð. Og það var alveg challengin að skrifa efni til að hjálpa fólki að skilja að ég væri að stækka og gæti ekki gert þetta allt sjálf.

Eftir covid vorum við alveg í góðum gír og við hefðum alveg getað opnað aftur og fjárhagslega stóðum við vel. Ég komin með margar gönguferði á dag og soldið af starfsfólki en 2018 sagði ég upp starfsfólki, þau voru yndisleg sem voru að vinna fyrir mig en það er ótrúlega mikið vesen að vera með starfsfólk, þannig ég nennti því álagi ekki.

Þannig ég og maðurinn minn sem byrjaði að vinna fyrir mig 2016 tókum þetta, hann sá um fjármálin og fór í gönguferðir og ég fór í gönguferðir, við vorum með prívatferðir, fórum úr því að vera með scheduled í það að vera með prívat því ég hélt að það myndi minnka álagið en það var bara jafnmikil ásókn í það. Þannig 2020 þegar covid kemur þá einum degi misstum við allar tekjur og heimilið var allt í einu alveg tekjulaust.

Maðurinn minn fór og fann sér vinnu og mig bara langaði ekki að gera þetta lengur, ég var bara komin með nóg. 

Maður hefur einmitt rekist á fólk í rekstri fyrirtækja sem hefur fengið nóg en þora ekki að taka stökkið.En hvað tók svo við?

Ég ákvað að klára BS gráðuna sem ég byrjaði á fyrir þetta og svo í einhverju bríaríi ákvað ég að sækja um hjá póstinum og mig minnir að ég hafi hlustað á viðtal við Bigga forstjóra póstsins hjá þér og mér fannst bara eitthvað skemmtilegt svona gamalt fyrirtæki í svona miklum breytingum. Í náminu mínu var ég mikið að spá í vefverslunum og fékk mikinn áhuga á því. En ég fékk nei ég ætla ekki að ráða þig en ég er með annað starf handa þér og það var vefstjóri, ég var ekkert rosa spennt fyrir því en ég var búin að vera vinna svo lengi í eigin verkefnum að ég þarf bara að komast eitthvert inn og byrja uppá nýtt. Svo var ég bara sex vikur í því starfi og svo var mér boðið annað starf hjá póstinum, þannig ég þurfti aldrei að koma mér alveg inní það.

Ég hef gert þetta sama hefur verið  boðið starf sem vef og markaðsstjóri og það voru mjög fáir dagar sem fóru í vef vinnu. 

Maður verður að gera það sem maður hefur áhuga á.

Já það sem fékk mig til að taka þessu var að þetta var fyrirtæki í miklum breytingarfasa þannig ég sá tækifæri að koma inní það og svo var þetta svona gamaldags vefstjóra starf að það var content inní því líka en svo er það náttúrulega algert rugl í dag að vera með vefstjóra sem er content manneskja líka enda eru þetta tvö störf í dag.

En hvað svo?

Var hjá póstinum í næstu tvö ár og svo áttaði ég mig á að ég að ég held búin að vera í einhverju burnouti, ekki með einhverja klíníska greiningu en lenti í allskonar áföllum og var ofboðslega illa veik og fékk matareitrun í sex vikur, mæli ekki með því. Já og bara áttaði mig á að ég hafði ekki passion fyrir því sem ég var að gera hjá póstinum og var ekki með neitt plan.

Það hafði virkað hjá þér fram að þessu þannig það var allt í lagi, þú sagðir mér áðan að þú hefðir farið í MBA nám, finnur þú þennan neista eins og fyrir I heart Reykjavík fyrir námi í dag eða er þetta meira svona bara til að klára?

Nei þetta er nefnilega ekki bara til að klára, ég er sjúklega fróðleiksfús og finnst gaman í námi og ef ég hefði byrjað aðeins fyrr hefði ég örugglega haldið áfram og farið alla leið og farið í doktorsgráðu og orðið fræðimaður og kennari því þetta er bara, já ég elska þetta og ég á ekki að segja þetta upphátt en ég les PRL journals mér til skemmtunar og ég geri líka margt annað skemmtilegt. 

En já mér finnst þetta skemmtilegt og já ég er auðvitað viðskiptafræðingur í grunninn og þetta er náttúrulega mikið af því sama en frá öðru sjónarhorni.

Ég byrjaði að segja í upphafi sögur í markassetningu, á trúnó með Auði hjá Ferðaklasanum. Segðu okkur aðeins frá þessu og hvað kom til  og  í örðu lagi hvað fór fram.

Ég er mjög virk á Linkedin og ég er með svona stragetíu þar sem ég er alltaf að reyna að fá eitthvað fólk með mér í kaffibolla og nota þessi tengsl sem ég er með og ein vinkona mín þekkir hana Ástu í ferðaklasanum og tengdi okkur saman og vorum vissar um að við vildum vinna eitthvað saman vissum bara ekki hvernig, svo fór ég að hitta hana og hún sagði hvað finnst þér um vinnustofu og hvað finnst þér um storytelling, og ég sagði já því ég reyni að segja alltaf já við öllu sem mér er boðið svona eins og að koma hingað.

Já eins og að koma hingað, sem ég sendi þér í gegnum Linkedin svo það fylgi með.

Svo var ég bara hvað veit ég um story telling, þannig að þegar ég fór að skoða þetta að ég veit helling um story telling, það er náttúrulega bara það sem ég er búin að vera að gera.

Þannig að þú bara lést vaða.

Já og ég fór í að búa til þessa vinnustofu, ætlaði að vera með einhver verkefni, Ferðaklasinn fær venjulega svona 25 skráningar og svo mæta 20, en þarna voru komnar 60 skráningar þegar við lokuðum á það og það komu 45-50 manns. Og ég datt soldið í það að ég þyrfti að vera einhver snillingur í frásagnartækni, að ég þyrfti að fara að tala um heroes journey og eitthvað svona vesen, en svo fattaði ég að ég nota það ekkert þegar ég er að búa til efni.

En ég þurfti aðeins að segja frá því en ég fór bara meira að segja þeim afhverju sögur og hvernig við notum þær og þetta snúist um tilfinningar, og svo eitt quote sem er einhvern vegin svona we are not thinking machines that feel but feeling machines that think.

Sem mér finnst ná þessu ótrúlega vel, þannig ég var bara að fókusa á það, ég á td mjög erfitt með að ljúga,mér finnst rosalega erfitt að standa fyrir framan fólk og segja þið þurfið að nota svona tækni ef ég geri það ekki sjálf, þannig ég var bara að finna hvernig ég geri þetta og hvernig get ég fært þessu fólki sem stendur hérna fyrir framan mig eitthvert virði.

Ef að við förum bara í það hvernig þú gerir þetta, þú sagðir að þú vissir númer eitt tvö og þrjú að þú vissir fyrst og fremst fyrir hvern þú værir að skrifa en þú sagðir líka að þú værir búin að ákveða að hafa þetta í léttum dúr og er mikilvægt að ákveða tone of voice?

Það er bara hlutur sem þú þarft að gera þegar þú ert að búa til brand, hvaða rödd ætlar þú að nota, og ég komst upp með allskonar hjá I heart Reykjavík afþví ég var með þennan tón. Fyrirtæki sem ætla að vera rosa professional og að allir taki fyrirtækið mjög alvarlega, ég hefði ekkert komist upp með allt ef ég hefði verið þar, þannig tónninn er mjög mikilvægur. 

Fyrir lítið ferðaþjónustu fyrirtæki, eða einhverskonar fyrirtæki skiptir kannski ekki máli, hvernig á maður að vita hvernig tónn á að vera?

Ég trúi á að maður þarf að vita afhverju maður er að gera hlutina, svo virkar fyrir mig að vera með glettin tón því þannig er ég sem manneskja, þannig það passar fyrir mig. Svo ef ég er að skrifa fyrir aðra þá þarf ég að finna tóninn fyrir það vörumerki. Mér finnst erfitt, það er ekkert gott íslenskt orð yfir authenticity, en ekki reyna að skrifa eitthvað með punchlines ef þú ert ekki þannig.

Auðvitað getur þú ákveðið að það sé hluti af vörumerkinu þínu og þá ert þú kannski ekki rétti aðilinn til að skrifa, en svo getur maður auðvitað æft sig í öllu og orðið góður í öllu.

Þú þarft kannski ekki endilega að gera nákvæmlega eins og þú ert, heldur að ákveða tone of voice og halda sig við það.

Já 100% ég held að það sé lykillinn.

Og líka þetta var það sem var auðvelt fyrir mig, þetta kemur náttúrulega en þetta var líka tónninn sem virkaði á markhópinn, þú verður að hugsa þetta út frá markhópnum, ég skrifaði bara eins og við værum jafningjar. Og eitt sem ég gerði og ég segi fólki mjög oft frá er að ég bjó til svona ramma um hvað ég ætlaði að skrifa um og hvað ég ætlaði ekki að skrifa um. 

Já þetta er góður punktur.

Já því stundum, ég er ekkert endilega alltaf rosalega jákvæð og hress týpa, stundum tuða ég alveg mjög mikið en sú hlið af mér mátti aldrei koma fram á blogginu, og það var rosa gott að ég var búin að ákveða það fyrirfram því fór ég aldrei þangað, ég er til dæmis með reglu ég skrifa aldrei neitt ljótt um neinn. Ég var að testa ferðir og prófa nýjar vörur, stundum var ég bara alveg, fyrir hvern er þetta, en þá fór ég aldrei í þetta ég las þessa bók og hún var ömurleg. Ég gerði það reyndar einu sinni og sé mjög mikið eftir því en höfundurin fyrirgaf mér. En eftir það þá passaði ég mig líka að gera þetta aldrei. Afþví ég var ekki þarna til að rífa neinn niður, ég var þarna til að varpa ljósi á það sem var verið að gera vel. 

Ég hef líka aldrei orðið var við það að vörumerki eða manneskja eða hvað það er, að það sé einvhern ávinningur af að tala niður samkeppnina, ég get ekki séð að það skili einhverju.

Það er ekki þar með sagt að þú þurfir að hampa öllum og allt sé æðislegt, þú þá bara talar ekki um það.

Það virkar alveg fyrir sum vörumerki að vera svoldið svona “snarky” en það var ekki ég.

Já, já einmitt, en fyrir mér sem einhvers konar content creator og markaðssetningar sérfærðingur þá finnst mér mjög auðvelt að fá fólk til mín í spjall og spurja það spjörunum úr en ef ég færi að setjast niður fyrir framan hvítt tómt blað og skrifa niður og eitthvað um mig eða fyrirtækið mitt eða þjónustuna eða eitthvað. Það getur orðið flókið, en ég hef lesið Everybody writes eftir Ann Handley og allskonar bækur og þetta er orðið betra. En er þetta eins og allt annað þarftu bara að setjast niður aftur og aftur og æfa þig eða er þetta fyrir suma bara ekki hægt eða  hver er þín skoðun á því?

Í fyrsta lagi það geta allir skrifað og þú þarft bara að æfa þig, og það er líka það fyrsta sem ég sagði á þessari vinnustofu, ég er ekki að fara að kenna ykkur að skrifa,ég get ekki kennt ykkur að skrifa,  þið þurfið bara að æfa ykkur, þannig varð ég góð í að skrifa.  En mér finnst til dæmis bara mjög gott að byrja þegar maður veit ekki hvað maður á að skrifa, lestu emailin sem þú færð, eða eitthvað feedback frá viðskiptavinum, hvaða spurningar er alltaf verið að spyrja um, byrjaðu bara þar.

Það eru sögur allsstaðar í kringum okkur, mitt vandamál er miklu meira það að ég hef miklu fleiri sögur að segja heldur en ég hef tíma til að skrifa og það er ekki afþví ég sé með einhvern ofurheila sem hef heyrt allar sögurnar, ég er bara búin að þjálfa mig í þessu, þannig þetta er bara þannig að maður þarf að byrja.

Ég sagði einverntíman við einhvern sem eitthvað sem ég hafði heyrt einhversstaðar, því miður ekki mín hugmynd, skrifaðu svörin við tíu algengustu spurningunum sem þú færð og svo tíu algengustu spurningarnar sem þú ættir að vera spurður að, eða sem fólk ætti að vera spurja þig að. Þetta fannst mér ansi gott og viðkomandi sagði svo við mig ég veit ekki hvað löngu seinna að efnið sem kom útfrá þessu og hugmyndirnar. Ég held að það hafi verið tveimur árum seinna kannski hann var ennþá að vinna með þetta þar sem þetta var svo mikið sem kom útúr þessu.

Við erum yfirleitt með hugmyndirnar að því hvað á að skrifa, svo er náttúrulega orðið hitt og það sem ég hef verið að nýta mér að ég hef hreinlega lesið inná símann minn það sem ég vil skrifa og það er skrifað fyrir mig og þá bara manneskja sem gerir það, þannig það eru allskonar leiðir í þessu. 

Fyndið að þú skulir vera að tala um þetta, í fyrsta lagi þá er chatgpt besti vinur content aðilans í dag afþví að þú ert með einhverja hugmynd og þarft einhvernvegin að finna leið fyrir það, eða hvernig get ég komið þessum skilaboðum áleiðis, en ég er ekki á þeim vagni að þú eigir að láta chatgpt skrifa fyrir þig efni því það tengir enginn við það efni en hundrað prósent áttu að nota það í hugmyndavinnnunni, og hundrað prósent áttu að láta það gera útlínuna fyrir þig út frá hvaða skilaboðum þú vilt koma áleiðis og til hvers.

En þá þarftu að vita við hvern þú ert að tala og hver skilaboðin eru og það er oft það erfiðasta við þetta, og svo afþví þú ert að tala um að láta fólk skrifa fyrir þig, ég er búin núna í svolítinn tíma búina að vera með smá hugmynd í maganum og svona eiginlega að pæla í að launcha því. En mig langar að vera með svona ghost writing verkefnastofu fyrir fólk því þetta kemur ekki náttúrulega fyrir alla, ég er góð í þessu afhverju ekki að borga mér fyrir að gera þetta.

Svo er líka hitt eins og í mínu tilfelli er mínum tíma betur varið í eitthvað annað og þá að láta einhvern annan um þetta.

En ég er búin að vera skoða ýmislegt hjá þér og mig langar að lesa svolítið þessu tengt sem að ég sá á Linkedin frá þér, og þar stóð:

 “Eftir að ég lokaði fyrirtækinu mínu 2020 fékk ég allskonar skilaboð frá fólki sem vildu ráða mig sem leigupenna, þessi skilaboð fóru svo óstjórnlega í taugarnar á mér að ég varð algerlega fráhverf því að skrifa efni ég gerði satt að segja allt til þess að hætta að horfa á mig sem storyteller eða content manneskju. Hætta að skrifa, mér fannst þessi áhersla sem var lögð á orðin sem ég skrifaði gera lítið úr allri vinnunni sem ég lagði í fyrirtækið, orðin voru bara leið til að hrinda að mér fannst brilljant stragetíu í framkvæmd. Fólk réð mig fyrir skapandi heilann á mér sem er ótrúlega góður í að spotta tækifæri ekki orðin”

Þetta fannst mér svo frábært í tengingu við chatgpt og Al og fleira, skapandi heili sem er ótrúlega góður í að spotta tækifæri, þetta er eitthvað sem við getum sagt er grundvallarmunurinn, þú getur notað tólið til að gera betra en  þú þarft að spotta tækifærin og stýra hvert þú vilt fara, en svo getur þú notað tólið til að fínisera hvert þú vilt fara.

33.50

Hundrað prósent, þú ert ekki að nýta tímann þinn rétt ef þú ert ekki að nota þessi tól til að hjálpa þér, við eru allavega ekki komin þangað í þessari spunagreind eða hvað við viljum kalla þetta að það geti endilega spottað þessi tækifæri.

Einmitt það er mikilvægt að nota tólin. Ef við svörum þessari stórkostlega stóru spurningu þó við séum aðeins búin að koma inná það, afhverju skipta sögur máli í ferðaþjónustu og allri markaðssetingu?

Það er afþví að, nú er ég ekki taugasérfræðingur eða heilasérfræðingur, en það er bara þannig að sögur snerta annan part í heilanum á okkur en bara staðreyndir og það er talað um að sögur tala beint við tilfinningapartinn af heilanum á okkur og þar tökum við ákvarðanir.

Fólk að það taka ákvörðun með rökhusuninni en við tökum ákvörðun með tilfinningunni, og sögur, þegar ég er að halda þessi workshop þá tek ég oft auglýsingarnar frá Icelandair sem dæmi, og það er sérstaklega ein þar sem hún býr í Berlín og fær vakt á aðfangadag og kemst ekki heim og svo í lok auglýsingarinnar er fjölskyldan komin til hennar og allir glaðir. Það er ekki fyrr en á mínútu 1 og 11 sekúndu sem þú sérð lógó Icelandair í auglýsingunni.  Og þeir segja aldrei í auglýsingunni farðu á heimasíðuna okkar og keyptu miða en þú skilur alveg hvaða skilaboðum þeir eru að koma á framfæri. Þannig sögur byggja upp traust og trúðveruðugleika, gera okkur relatable, það er líka bara einn stærsti styrkleiki minn sem content manneskju að ég á mjög auðvelt með að skrifa relateble texta og það er bara afþví ég stúdera markhópinn vel.

En og fólk tengir við hann, það er líka oft talað um í storytelling, show dont tell, að það sé betra að mála einhverja mynd og hjálpa fólki að skilja, og sögur gera akkúrat það að hjálpa fólki að skilja.

Ég heyri þetta svo oft hjá fólki sem er að búa til videó efni, að nota vélina til að sýna fólki hvað er að gerast en ekki sitja og láta myndvélina vera framan í þér og segja hvað er að gerast. Það er líka skemmtilegur punktur og sýnir hvers vegna þessi vinna hjá allskonar áhrifavöldum að þau eru mörg hver snillingar í að segja sögur og sýna hvað þau eru að gera og segja sögur, sama hvort þau eru að ferðast á Íslandi eða annars staðar eða nota eitthvað tæki og sýna hvernig það virkar.

Og aftur persónulegi trúbadorinn Helgi hérna, við erum tilfinningaverur, ég hugsa þetta oft út frá ferðalagi viðskiptavinana, þetta eru mörg stig og allt þetta en ef maður hugsar hvað er fólk að hugsa á hverju stigi og hvaða tilfinningar er það að upplifa, og hvaða sársauka punktar eru. Maður er soldið að tala til tilfinninga þess, þannig að það er það sem áhrifavaldurinn er svo góður í, hann er alltaf að tala til þín, ert þú eins og ég, færðu bólu á nefið, ég er alltaf að fá bólu á nefið og ég fann þetta krem og það hjálpar geðveikt mikið. En það er ekki þetta krem heldur hvernig þér líður að vera með bóluna á nefinu, mjög skrýtið dæmi en. 

Já ég skil hvað þú átt við, það er líka ágætt dæmi þegar það er verið að tala um að við tökum ákvörðun út frá tilfinningum ef þú ferð á vefverslanir eins og Amazon og ef Amazon er að gera það þá er það yfirleitt rétt, þeir eru með gögnin. Eins og ef það er verð við hliðina með striki í gegn, eða gamla verðið þá er þetta bara tilfinningar, svo kemur í ljós að þetta var aldrei gamla verðið eða eitthvað, en bara tilboð afsláttur eða hvað þetta heitir allt saman, black friday eða eitthvað, þetta eru bara tilfinningar, tilfinningin mín að ég eigi að kaupa núna þó að það sé ekkert endilega best, þannig það snýir svo mikið útfrá því að það eru tilfinningarnar sem ráða ekki rök.

Þess vegna hefur verið svo mikið í markaðsmálum sem fræðigrein, þá hefur mikið verið notað svona allskonar behvaioural sience og sálfræði og þetta. Mikið talað um allar þessar hugsana skekkjur og hvernig er hægt að nota þær eins og confirmation biaz, mér finnst til dæmis gjeggjuð regla sem heitir peak end rule sem er sem sagt kennig sem segir að fólk man ekki upplifanir, eða sem sagt er að  hvernig við geymum minningar, að við munum bara það sem við tengjum sterkustu tilfinningaböndunum við og það sem gerist í lokin. Þannig þegar ég var að vinna hjá Póstinum þegar  ég var að skoða ferðalag viðskiptavina þá var ég að skoða  mesta sársaukapunktinn og mestu upplifunina og svo að passa að skilja við fólk á góðan máta í endann afþví við erum bara innstillt á það að í einhverju þróunarlegu samhengi að við munum mest það sem við tengjumst sterkustu tilfinningunum við og það sem gerist í lokin.  Ef þú hugsar þú ferð í flug og það gengur allt vel í fluginu en svo er eitthvað vesen í lendingu þú manst ekkert hvað gerðist í upphafi flugsins þú manst ekkert hvað flugfreyjurnar voru gjeggjað næs að þær gáfu þér ís eða eitthvað, þú manst bara að það var hræðileg lending, það er alls konar svona sem þarf að muna. Eins og með Amazon, þetta er bara master of maniuplation, það er verið að manipulata þig til að kaupa og þú þarft ekki að nota þetta á manipulative hátt, þú getur líka bara notað þetta til að ná betur til fólks sem þú veist að þú ert að leysa einhver vandamál fyrir. 

Akkúrat það er frábært, mig langar aðeins að svona praktískt með content. Þú sest niður eða hvernig sem það er eða færð ghost writer eða hvernig sem þú vilt gera það og skrifar blogg, grein  og það sem ég er að sækjast eftir hvað þú getur nýtt hana víða, kafla úr henni, hvaða tíðni, hvað þú þarft að gera þetta oft, ef við tökum til dæmis tímann þinn hjá I heart Reykjavík eða hversu langt það á að vera, hin klassíska spurning. Ef þú getur gefið okkur einhverja gullna punkta með það.

Það er nefnilega allskonar til, ég var alveg að reyna hjá I heart Reykjavík þá notaði ég allskonar þjónustu til að sjá hvenær væri best að pósta á samfélagsmiðlum og eitthvað svona og reyndi að fylgja því og eitthvað. En ég er rosa mikil tilfinninga manneskja og ég geri hlutina rosa mikið bara on the fly og ég var ekkert alltaf mikið að pæla í þessu og basiclly þá braut ég allar reglur sem mögulega er hægt að brjóta og það virkaði bara fyrir mig. Það er hægt að fara allskonar leiðir í þessu en það fer eftir því hvað þú ert að gera, ef þú ert að eyða gjeggjuðum tíma í að finna út eitthvert vandamál hjá viðskiptavini þínum og ætlar að skrifa um það þá er hægt að nota það alls staðar. Þú skrifar blogg færslu, þú býrð til videó úr því, þú býrð til podcast úr því, þú getur talað um sama efnið frá sautján milljón vinklum. Það er eytt hversu langt þetta á að vera, það fer eftir miðlum, það fer eftir markhópnum. Fólk segir að blogg séu dauð oft en samt efnið sem er að virka best svona long content sem er rosalega langt og þú þarft að eyða tíma í að lesa þannig að það eru allskonar reglur og reglur eru góðar en best er að brjóta þær sko.

Ég hef yfirleitt verið með mjög leiðinlegt svar þegar ég fæ þessa spurningu eða þú verður bara að prófa, það er eiginlega eina leiðin, þegar þú ert búin að ákveða í upphafi hvað þú vilt fá út úr þessu, fyrir hverja þú ert að gera þetta og svo framvegis, þá er ekkert annað að gera en að prófa það er bara þannig því miður, það er enginn sem getur sagt þetta á að vera nákvæmlega svona langt, þú átt að pósta einu sinni í viku, þú átt að pósta á þessum dögum eða, þeir sem halda því fram eru, já….

Ég er algerlega sammála þér þarna og ég bara skrifaði færslu á Linkedin um daginn hverju ég væri í persónulegri krossferð gegn og ég er í persónulegri krossferð gegn þessu að segja fólki að þú verðir að gera þetta svona og svona, það sama hentar ekki öllum, eins og þú segir þetta er ógeðslega leiðinlegt afþví við viljum patent lausnir, en það eru engar patent lausnir.

Einmitt, svo er það bara kannski afþví að þú ert pínulítið að koma inná það, og margir sem eiga eftir að mótmæla mér í þessu, en þeir eru löngu hættir að hlutsta hvort eð er en það eru  allskonar námskeið og ráðgjöf í gangi á Íslandi og víðar þar sem er verið að kenna fólki facebook auglýsingar eða google auglýsingar eða hvað sem það er og mín upplifun síðustu misseri er að það sé verið að kenna fólki sem er kannski ein manneskja eða tvær manneskjur eða eitthvað að það verði að nota þessa og þessa leið til þess að markaðssetja sig sem eru klárlega mjög virkar og flottar leiðir en þarf mikinn tíma til að læra á og kunna og geta og allir sem reka lítil fyrirtæki sem eru eins, tveggja þriggja manna sem eru meirihluti fyrirtækja á Íslandi vita að það er bara ekki í boði, þú hefur ekki tíma til þess að gera allt þetta. Þannig að ég er kannski komin í einhverja krossferð því mér finnst þetta alveg ótrúlega pirrandi þegar ég er að hitta konu eða karl sem er með fyrirtæki með einn starfsmann og það er búið að segja þú verður að fara í þetta þetta og þetta, gera þetta þetta og þetta, alveg bannað að gera þetta svona það er ömurlegt og eitthvað og það er sama í svona content málum. Þegar þú segir við einhvern sem á eina búð í Smáralindinni að þú verðir að skrifa þrjúþúsund orða blogg í hverri viku og eitthvað, það verður að sníða stakk eftir vexti.

Einmitt nú þarf ég ekki að halda neinum við podcastið þetta er podcastið mitt og þetta er bara rugl, sorrý.

Já það er bara svoleiðis.

Þetta er bara rugl, hvar á þessi manneskja að finna fleiri tíma í sólarhringnum til þess að gera þetta.

Maður fær stundum á tilfinninguna að á þá bara viðkomandi að gera bara ekki neitt ef að hann getur ekki gert þetta eins og auglýsingastofa gerir.

Við verðum líka að muna að auglýsingastofur eru að selja þjónustu þannig að það er, nú hef ég ekkert á móti auglýsingastofum en það er í þeirra hag að þú upplifir að þú getir ekki gert þetta einn og þurfir þjónustuna þeirra. Ég hef oft verið að ráðleggja litlum fyrirtækjum og þá segi ég bara veldu eitthvað eitt eða tvennt sem þú ræður vel við, ertu góður í að segja sögur með myndum, veldu það þá, veldu það sem þú ert góður í  og það sem þú ræður við. Ég er ekki á reels á Instagram, ég er með 22000 fylgjendur á Instagram en ég geri aldrei reels.

Það er kannski bara það skemmtilega svo ég verði aðeins jákvæðari við stöðuna eins og hún er í dag í þessu öllu saman það eru fullt af tækjum og tólum sem hægt er að nota fullt af leiðum sem hægt er að nota og frekar fljótlegt að sjá hvað er að virka fyrir þig, þannig bara go for it, farðu bara og prufaðu, það er bara ekki spurning.

Ég er fertug kona á Instagram og ég fæ bara einhverjar mergrunar auglýsingar, grundvöllurinn í að byrja hreyfa sig er að finna eitthvað sem manni finnst skemmtilegt og ef þú ætlar að gera eitthvað sem þér finnst ekki skemmtilegt þá muntu ekki endast í því, grundvöllurinn er að finna það sem þú ert góður í og gera það vel. 

Ég er búin að vera fá alveg stanslaust að fá lýtaaðgerðar auglýsingar, kannski afþví ég verð fimmtugur í haust, ég veit ekki hvort það er útaf því, útlitslækning eins og stendur.

Mér finnst þetta kannski fyrir síðustu spurninguna góður punktur að prufaðu þig áfram og vertu óhrædd eða óhræddur við að láta vaða og sjá hvað er að virka fyri þig og haltu því áfram sem er að virka fyrir þig. Þú þarft ekkert endilega að gera nákvæmlega eins og hinn.

Ég var líka með I heart Reykjavík í 10 ár, ég var í námi á Bifröst í stafrænni markaðssetningu og allt í einu áttaði ég mig á að ég var hluti af námsefninu, þá var verið að tala um hvernig ein manneskja gat rústað stórum markaðsdeildum í leitarvélabestun og ég er að æfa mig að segja hvað ég er góð í  og ég var bara fyrsta leitarniðurstaða fyrir fullt fullt af leitarniðurstöðum í ferðaþjónustu og allan tímann sem ég var að þessu þá var fólk að segja mér að ég væri að gera vitleysu. Þú verður að einbeita þér að tæknilegri leitarvélabestun, ég var ekki að því.

Ég var að nýta mér allskonar hluti og leitarvélabestun og ég gerði það hluti af ferlinu hjá mér en það var ekki þannig, ég var að brjóta allar reglur og ég var að ná þessum árangri. Þannig þó að fólk sé að segja að þú sért að gera eitthvað vitlaust þá þýðir það ekki að þú sért að gera eitthvað vitlaust. Sorrý ég bara get ekki hætt að tala en ég las bók eftir konuna sem að startaði It Cosmetics ( Jamie Kern Lima 😀) sem er risa stórt brand í Bandaríkjunum sem var keypt af Loréal, en hún var að gera vörur fyrir konur með rósroða og alls konar húðvandamál. Henni var sagt að hún ætti alls ekki að nota alvöru konur í markaðssetningu hún ætti bara að nota falleg módel því engin myndi kaupa vörur af konu með rósroða. Og hún sagði nei ég ætla bara að gera þetta svona og notaði konur með allskonar húðvandamál í auglýsingunum sínum og varð risa risa stór, þannig það er ekki bara ein leið.

Það er bara þannig, og eins og ég sagði áðan nú er hægt að prófa og nú er hægt að gera svo margt þannig það er bara um að gera að prófa.

En segðu mér aðeins að lokum, hvað er framundan hjá þér persónulega á næstunni?

Ég ætla að klára þessa önn í náminu, ég verð vonandi með fyrirlestra, ég er að fara austur og á suðurlandið, er með allskonar bókað og hérna er í startholunum með að starta content coahcing, gott að segja það upphátt í fyrsta skipti hérna, gott að búa til smá pressu á sjálfa sig.

Þannig það er það sem ég er að gera, áður en við byrjuðum að taka upp vorum við að tala um sálfræðinga og svoleiðis, þú ert með svo huggulega aðstöðu hérna að manni líður eins og maður sé komin í eitthvað svoleiðis. En ég var spurð að því í sálfræði tíma hvað veitir þér gleði í lífinu og hvað þarftu að gera til að lifa lífinu sem þig langar að lifa og ég er búin að fatta að vera í þessu hamstra hjóli 9-5 er ekki fyrir mig, þannig ég er núna að búa til einhverskonar buisness sem ég get nýtt mér það sem ég er best í og fært öðrum eitthvað virði í því og ég get lifað lífinu sem mig langar til að lifa.

Það er frábært plan, fyrir þá sem hafa áhuga þá að finna þig þá á Linkedin til að finna hvar þessar vinnustofur verða.

Já bara Auður Ösp Ólafsdóttir á Linkedin.

Það er svo mikil snilld hvað við erum fá að maður finnur alltaf strax það sem maður er að leita að á Íslandi.

Ég er líka @iheartreykjavik á Instagram ef fólk vill finna mig þar.

Frábært, Auður Ösp Ólafsdóttir takk kærlega fyrir spjallið.

Takk fyrir að bjóða mér.