Friðrik Guðjónsson Feed The Viking

Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við  frumkvöðulinn og athafnamanninn  Friðrik Guðjónsson stofnanda Feed the Viking. Friðrik er athafnamaður og frumkvöðull og ótal margt til lista lagt. Hann  hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hann hefur kennt á brimbretti á Hawaii, bjargað fólki úr lífsháska sem meðlimur í björgunarsveit og stofnað nokkur farsæl fyrirtæki, hér segir Friðrik sögu sína og frá hans hugmyndafræði á bak við velgengni.

Friðrik vildi verða bankastarfsmaður eftir að hafa orðið fyrir miklum áhrifum af verðbréfamiðlurum Wall street. Hann byrjaði í verkfræði í Hí til að geta farið þaðan að vinna í banka en það var of mikið stökk frá framhaldsskólanum, það átti ekki við Friðrki að sitja í  Þjóðarbókhlöðu að diffra.
Friðrik segist svo hafa gefist upp á háskólanáminu keypt sér Playstation tölvu og ekki farið út úr húsi í tvær vikur. Friðrik skráði sig í viðskiptafræði 2003 hjá Háskóla Reykjavíkur og hóf nám þar um áramót, uppgvötvaði þar að hann gæti lært. Hafði gaman af að læra þar og kynntist mikið af góðu fólki. Útskrifaðist 2006 og fór í fyrsta atvinnuviðtalið á ævinni, fékk vinnu í banka, svo í verðbréfamiðlun.
En svo kom hrunið.
Friðrik sá þá að bankarnir voru alltof skuldsettir, lærði frá fyrstu hendi hvernig ekki á að reka banka.

Þegar þarna var komið við sögu ætlaði Friðrik í heimsreisu, flaug til Hawaii og leigði airbnb íbúð, keypti vindsæng, kynntist fullt af skemmtilegu fólki, og læri m.a. að veiða fisk með spjóti. Fékk vinnu við að kenna á brimbretti án þess að kunna á brimbretti, fólki fannst gaman að fá brimbretta kennslu hjá The Viking from Iceland.
Svo kláruðust peningarnir og Friðrik fór heim til Íslands, hann elskar enn sandala eftir tímann frá Hawaii og er líklega eini maðurinn sem fer með sandala í viðgerð til skósmiðs.

Friðrik var atvinnulaus í svolítinn tíma, var að reyna að átta sig á hvað hann vildi gera. Starfaði svo í verðbréfageiranum og hjá Keldunni, þar lærði hann hvað þarf til að reka fyrirtæki.

Friðrik sem fær mikið út úr því að skapa og ákvað að stofna Prentagram, sú hugmynd kom í sófanum heima eftir að vera með tóma ramma lengi í nýju íbúðinni. Hann byrjaði að prenta myndir og gera ramma í geymslunni í kjallarnum á Þórsgötunni.

Eftir að koma heim frá Hawaii, eiginlega með tærnar uppí loft þá skráir Friðrik sig í björgunarsveit, gengu þrír félagar þvert yfir landið, gengu frá Reykjanesi yfir landið að Langanesi á 21 degi 650 kílómetrar alls.Hafði gengið mjög lítið fyrir það, einn af gönguhópnum var að setja bakpoka á sig í fyrsta skipti þegar þeir gengu af stað.

“Við vissum ekkert hvað við vorum að gera, vorum ekki með sjúkrabúnað, styttum okkur leið yfir jökul, hlupum afþví það var svo hættuegt”.

Friðrik notar sama kerfi í viðskiptunum og við göngu þvert yfir landið, er með plan og vörður á leiðinni, en alls ekkert of niðurnjörvað. 

Ef það er eitthvað sem er sveiflukennt í lífinu þá er það frumkvöðlalífið, það hentar okkur Íslendingum vel, við getum oft svo lítið planað. Þú ferð í útilegu og þarft að pakka fyrir öll möguleg veður, segir Friðrik. Að skrá mig í björgunarsveit er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.”

Friðrik hefur tekið þátt í björgun á um 50 mannslífum á þessum fimmtán árum sem hann er búinn að vera í björgunarsveit, 

“Þetta er frábært, það er svo gott og hollt að gefa af sér.”

Friðrik var alltaf með bandarískt beef jerky í öllum útköllunum. Það var svo í einu útkallinu sem hann finnur tvo einstaklinga sem höfðu örmagnast uppá heiði í geðbiluðu íslensku vetrarveðri. Friðrik er sem björgunarsveitarmaður með björgunarskýli með mér sem hann setur upp og situr í því og gefur þeim beef jerky og vatn. Þeir fá svo mikla orku úr þessu að þeir standa upp eftir að hafa áður verið örmagnaðir og ganga sjálfir niður til byggða.

Það var þá sem það kviknaði á hugmyndinni hjá mér afhverju er ekki til íslenskt svona beef jerky.
“Svo er ég í göngu um austfirði í stórum hóp og það er ekkert íslenskt hollt snakk með í för. Með í för er maður sem er að að stýra vinnslu hjá Skinney Þinganes, hann stingur uppá að vinna samsvarandi beef jerky úr harðfiski.”

Friðrik fór í að vinna þetta í bílskúrnum hjá pabba sínum og mömmu. Varan kom á markað 2017 ári eftir að þessi hugmynd kom upp. Fish Jerky, Beef Jerky og Lamb Jerky.

“Fyrsti kassinn af Fish Jerky fór ég með mér í björgunarsveitarskólann í Landmannalaugum til að gefa fólki að smakka. Mountain mall Landmannlaugum, leist svo vel á þetta þau keyptu allan kassann af Fish jerky sem ég kom með, þannig ég gat ekki gefið neinum að smakka. Mountain Mall voru fyrsti viðskiptavinurinn.”
“Ég fékk svo vin minn sem er matreiðslumeistari til að þróa lamba jerky í eldhúsinu heima, fékk lánaðan til þess blástursofn“.

  • Norðlenska framleiðir fyrir okkur þessar vörur.
  • Nauta jerky og lamba jerky.
  • Feed the Viking vörurnar eru með  bestu byrjun á sölu á  nýrri vöru í Duty free í Keflavík.
  • Erum að detta í hálfa milljón eintök seld.

Þetta hefur vaxið vel, Friðrik fór í þetta alfarið 2018, og fór þá í húsnæði fyrir vinnsluna sem hýsir hana í dag þrátt fyrir að vera nánast orðið of lítið. Friðrik fann þarna góðan vettvang fyrir sköpunarþörfina.
Nafnið Feed the Viking kemur frá tímanum á Hawaii, þar sem Friðrik var kallaður the viking þar sem þeir áttu mjög erfitt með að segja Friðrik.

Friðrik var búin að læra hvernig á ekki að reka banka, komst t.d. að því  eftir fall Spron að þau áttu ekki eina einustu fasteign, bankarnir voru allt of skuldsettir.
Eftir það kunni hann að forðast lán.

  • Lærði í Keldunni hvernig á að stýra cash flow.
  • Höfum náð að vera svo til algerlega skuldlaus í Feed the viking.
  • Misstum tvo þriðju af tekjunum í covid, en af því það voru ekki skuldir þá lifðum við þetta af.

Friðrik er einnig með fyrirtækið the Optimistic food group sem framleiðir Happyroni eða vegan   “pepperóní”.
Friðrik var búinn í tvö ár að reyna að koma Fish Jerky til Icelandair án árangurs en þá kom fram á fundi að þau hefðu lengi verið búin að leita að kjötsúpu til að hafa í vélunum.

“Við keyptum frostþurrkunarvél og fórum að framleiða frostþurrkaðar súpur meðal annars kjötsúpu sem Icelandair tók í sölu í vélunum sínum”

Til varð ný vörulína af frostþurrkuðum mat sem Friðrik  þekkti mjög vel áður úr björgunarsveitastarfinu.Eina sem þarf er heitt vatn, hræra og bíða í 8 mín.

Að frostþurrka mat er aðferð sem hefur verið notuð frá aldamótunum 1800/1900 og  var notuð í fyrri heimstyrjöld og mun meira í seinni heimstyrjöld.

Allur matur sem fer í alþjóðlegu geimstöðina og allur hermannamatur er frostþurrkaður, þessi frostþurrkunar aðferð tekur langan tíma og er mjög kostnaðarsöm, en þetta er talin besta aðferð til varðveislu á mat í heiminum í dag. 

  • Best til að varan haldi næringargildi sínu.
  • Varan missir rakann, en þegar þú bætir honum við er hún eins og hún var áður, eða ný.
  • Frostþurrkaður matur  varðveitist í 20 ár mögulega 50 ár.

“Erum komin með 5 máltíðir, pakkaðar fyrir göngufólk  og svo til að nota heima eða í vinnu, börn að koma svöng heim úr skóla, þetta á meðal annars að vera heilsusamlegur valkostur við núðlusúpuna.” 

Hjá Feed The Viking eru einnig framleitt frostþurrkað nammi sem slegið hefur í gegn hér á landi. Regnbogasprengjur sem er frostþurrkað Skittles er fyrsta varan í þeirri línu, þær fást hjá N1, Krónunni og í vefverslun feedtheviking.is.