Viðtal sem Óli Jóns tók í mai við Magnús Magnússon hjá Íslensku auglýsingastofunni hann er titlaður Head of online strategic planning.
Hann sér um flest öll mál sem koma að online/digital marketing hjá Íslensku og hefur starfað þar síðan 2013.
Hann er að eigin sögn góður í mörgu en ekki bestur í neinu og þarf að taka á sig marga hatta einsog svo margir aðrir í íslensku atvinnulífi.
Magnús hefur starfað í um 10 ár í markaðsmálum meðal annars hjá Símanum.
Við leggjum áherslu á árangur viðskiptavina okkar. Við viljum kynnast þeim vel og nýta styrkleika þeirra til að efla viðskipti þeirra og skapa ný tækifæri.
Íslenska auglýsingastofan var stofnuð árið 1988 og hefur um árabil verið ein stærsta og öflugasta auglýsingastofa landsins. Íslenska er alhliða stofa sem veitir viðskiptavinum heildarþjónustu á sviði markaðsmála. Við viljum byggja öflugt og skapandi markaðsstarf á sterkum faglegum grunni, vandaðri ráðgjöf og markvissum rannsóknum. Við trúum því að vel útfærð markaðsstefna og langtímahugsun séu lykillinn að árangursríku markaðsstarfi.
Meðal annars fer Magnús yfir það hversu mikilvægt er að plana öll markaðssmál sama hversu lítil fyrirtæki eða stór er um að ræða.
Við förum inn á áhrifavaldamarkaðssetningu, Volvo, Costco, mikilvægi þess að fylgjast með því sem um er að vera í þínum geira og margt fleira.
Margir áhugaverðir punktar hjá Magnúsi koma fram í þessu spjalli sem margir geta nýtt sér.