32. þáttur Kristín Guðmundsdóttir


Kristín Guðmundssdóttir hjá Dóttir vefhönnun er gestur minn í þessum þætti og er umræðuefnið er WordPress.
Wordpress vefumsjónarkerfið er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi og er auðvelt og þægilegt að vinna með sérstaklega fyrir byrjendur.
Kristín hefur unnið að vefhönnun í mörg ár og sérhæft sig að vinna með WordPress og Woocomerce  netverslunarkerfinu.
Í þessu spjalli kemur hún inná ferlið við gerð á vefsíðum, hvað henni finnst mikilvægt að hafa í huga og fleira.

Á vef Kristínar segir um hana

Ég heiti Kristín Guðmundsdóttir og er grafískur- og vefhönnuður og eigandi Dóttir vefhönnun.

Ég lærði margmiðlunarhönnun í Kaupmannahöfn og hef starfað í greininni sjálfstætt og sem ráðinn starfskraftur síðan 2008, bæði í Kaupmannahöfn og á Íslandi. Ég stofnaði Dóttir vefhönnun í október 2016 í Kaupmannahöfn eftir að hafa starfað þar sjálfstætt undir eigin nafni í nokkur ár. Frá og með júlí 2017 eru höfuðstöðvar mínar á Íslandi.

Ég bjó til mína fyrstu heimasíðu fyrir 20 árum síðan, hún bar nafnið Súperkisi.. ekki spyrja. Það liðu síðan þónokkuð mörg ár þangað til að ég gerði vefhönnun að starfi mínu og ég sé alls ekki eftir því. Að hanna, setja upp og sjá um vefi er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

Verkefnin sem ég tek að mér eru bæði stór og smá, ég kann mjög vel við áskoranir sem kalla á að ég fari út fyrir þægindarammann. Ég hef trú á að það geri mig að betri manneskju og færari vefhönnuði.

Fyrir þá sem vilja ná í Kristínu er best að senda póst á kristin@dottirwebdesign.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *