Þáttur 140 Anna Margrét Hrólfsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir

Í þessum þætti er umræðuefnið félagasamtök, stofnun þeirra, markaðssetning og almennur rekstur. Þær Anna Margrét Hrólfsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir frá Women Power eru flestum hnútum kunnugar þegar kemur að þessum málum. Þær störfuðu báðar um árabil í hinum ýmsu störfum hjá UNICEF áður en þær gengu til liðs við Women Power.

Anna Margrét og Vala Karen


Women Power
eru félagasamtök sem vinna á heildstæðan hátt að valdeflingu kvenna. Samtökin voru stofnuð út frá vináttu og trausti milli Önnu Elísabetar, stofnanda samtakanna, og magnaðra kvenna í Bashay þorpi í Tansaníu. Grunnurinn að öllu starfi Women power er Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (CEDAW) ásamt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en samtökin byggja á þeirri hugmyndafræði að besta leiðin til að hjálpa efnalitlum samfélögum sé að efla konur. Konur eru stærsta ónýtta auðlind heims því þær hafa víða ekki tækifæri til nýta sína hæfileika, reynslu og þekkingu. Valdefling kvenna hefur því ekki aðeins lífsbreytandi áhrif á þær heldur líka fyrir samfélögin sem þær búa í.

Starf Women Power felur í sér að skapa umhverfi þar sem konur

hafa möguleika á að framkvæma hugmyndir sínar og skapa sér efnahagslegt sjálfstæði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *