Hrönn Sveinsdóttir og Hildur Pála Gunnarsdóttir hjá Smart finance komu til Óla Jóns í spjall til að ræða fyrirtæki þeirra Smart finance. Þær Hrönn og Hildur hafa mikla reynslu í fjármálastjórnun hjá fyrirtækjum og segja okkur í þessu viðtali hvers vegna þær stofnuðu fyrirtækið og hvað þær telja mikilvægt í stjórnun fjármála.
“Góð fjármálastjórnun er lykill að árangri fyrirtækja”



Ásamt Hildi og Hrönn er Katrín Dögg Ásbjörnsdóttir einnig eigandi.

Á smartfinance.is segir;
“Smart finance er fjármálaþjónustufyrirtæki sem veitir alhliða fjármálaþjónustu til millistórra og lítilla fyrirtækja sem kjósa að úthýsa fjármálastarfsemi að hluta eða að öllu leyti. Markmiðið er að veita viðskiptavinum áreiðanlegar og reglulegar upplýsingar um fjármál viðkomandi fyrirtækis auk þess að gefa kost á sérhæfðri ráðgjöf á sviði fjármála fyrirtækja. Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og aðlögum okkar lausnir að þörfum viðskiptavina okkar.“