Þáttur 100 Óli Jóns

Þá er komið að þætti 100 af hlaðvarpinu með Óla Jóns.
Takk fyrir allir sem hafa komið, takk fyrir allir sem hafa hlustað, takk fyrir allir sem hafa stutt mig í þessu annars skemmtilega verkefni.

Óli Jóns

Þegar stefndi í að þessi þáttur væri á næsti leiti spurði ég á Linkedin hvern fólk vildi sjá í þessum hundraðasta þætti. Þórarinn Hjálmarsson stakk upp á því að tekið yrði viðtal við mig Óla Jóns og þessa vegferð. Þessi tillaga fékk góðan hljómgrunn og úr varð að hann tók viðtal við mig.
Þórarinn sem er markaðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi viðskipta- og hagfræðinga (FVH) ásamt því að vera stundarkennari í markaðsfræði.

Þórarinn Hjálmarsson

Hver er svo þessi Óli Jóns?
Óli er með langa reynslu í sölu og markaðssetningu. Það byrjaði allt þegar hann ákvað að segja upp vinnu sinni sem vörubílstjóri. Hann hafði ekki verið hamingjusamur sem bílstjóri og vissi að hann átti eftir að gera eitthvað mun meira við líf sitt. Þegar hann fór til yfirmanns síns að segja upp sagði hann við Óla: Þú átt heima í sölu og markaðsdeildinni. Óli fékk því ekki að segja upp vinnunni en yfirmaðurinn hafði séð eitthvað í Óla sem hann var ekki viss um sjálfur; að hann væri sölumaður. Hann átti svo sannarlega heima í markaðsdeildinni og blómstraði þar.

Fyrir um sjö árum síðan ákvað hann og kona hans að fá sér hund og átti sú ákvörðun eftir að breyta lífi þeirra til hins betra. Með hundinum fylgdi mikil hreyfing en það gat þó verið erfitt að koma sér fram úr klukkan 5 á morgnana til að hreyfa hundinn. Óli byrjaði að hlusta á erlend hlaðvörp um sölu og markaðssetningu til að stytta sér stundir og skemmta sér í göngutúrunum. Hann les að jafnaði um eina bók um markaðsmál á viku, til að halda í við síbreytilegan markað og hlaðvörp var önnur leið til að bæta þá þekkingu.

Óli áttaði sig á því fljótlega að það gat verið erfitt að yfirfæra upplýsingarnar í hlaðvörpunum yfir á íslenskan markað. Það er allt öðruvísi að ná til fólks sem býr í milljónaborg eða landi. Eftir að hafa sagt við eiginkonu sína að það virkilega vantaði íslenskt hlaðvarp um markaðssetningu, þá spurði hún:
Af hverju gerir þú það ekki bara?
Og auðvitað var það rétt. Óli sá sér leik á borði og ákvað að fylla upp í þetta gat sem hafði skapast á markaðnum og Hlaðvarpið með Óla varð til.

Smátt og smátt óx hlustendahópur Óla. Fyrr en varði voru fyrirtæki farin að biðja um að vera í hlaðvarpinu, enda er þetta ein besta og ódýrasta leiðin til að ná til fólks í dag. Verkefnið vatt upp á sig og er Óli nú að sjá um netmarkaðsmál fyrir smærri og stærri fyrirtæki, auk þess sem hann er með svokölluð vlogs (video blogs) eða myndræn hlaðvörp þar sem hann fjallar um markaðsmál. Þess fyrir utan býður hann upp á ráðgjöf í markaðssetningu, efnissköpun, blogg, myndbandsupptökur, ljósmyndun, grafík, vefsíðugerð, keyptar auglýsingar á leitarvélum og samfélagsmiðlum, námskeið og þjálfun. Ef það tengist markaðssetningu, þá býður hann upp á það!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *