Í þessum þætti komu í spjall hjá Óla Jóns þeir Oddur Jarl Haraldsson og Ægir Hreinn Bjarnason en þeir eiga Key Of Marketing sem sérhæfir sig í að finna bestu leiðirnar fyrir fyrirtæki að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum.

Á keyofmarketing.is segir;
“Hvernig byrjaði þetta?
„Þetta byrjaði allt fyrir um ári síðan þegar Oddur Jarl Haraldsson, sem sjálfur stóð í eigin sölurekstri ásamt mér, Ægi Hreini Bjarnasyni og öðrum félögum sínum, byrjaði að sjá um auglýsingar hjá öðru fyrirtæki meðfram eigin rekstri. Vinir Odds og vandamenn, sem sjálfir áttu fyrirtæki, sáu hversu vel gekk hjá Oddi að markaðssetja og réðu Odd til að sjá um markaðssetningu fyrir sig,“ segir Ægir. Eftir það fór markaðsfyrirtækið Key of Marketing á flug og fluttist eftir stutta starfsemi í glæsilega skrifstofuaðstöðu í Ármúlanum. Ægir kom inn sem sölustjóri fyrirtækisins og réðu þeir inn fleiri starfsmenn til þess að verða við vaxandi eftirspurn.
Hvað gerum við?
Við sjáum um auglýsingar á Facebook, Instagram, Google, Youtube og Email.Við notum Facebook Pixel-inn mjög mikið sem er hugbúnaður til að finna líklegustu kaupendur. Vefsíðugerð, auglýsingar, portrait myndir, logo, plaggöt, albúm cover, 3D vinnu, animation og fleira.Það eru auðvitað margar leiðir til að gera þetta, en við gerum þetta rétt 🙂