Dr. Friðrik Larsen Brandr þáttur 60

Friðrik Larsen hjá Brandr, Larsen Energy Branding og Háskóla Íslands í góðu spjalli um vörumerki.
Hvað er vörumerki og hvað er ekki vörumerki, starfsemi Brandr og kennslan hjá HÍ er meðal annars það sem við förum yfir.
Friðrik segir okkur líka frá bók sem hann skrifaði og er hægt að nálgast á Amazon Energy Branding: Harnessing Consumer Power.

Friðrik Larsen

Á brandr.is segir um fyrirtækið;

Að baki brandr er hópur einstaklinga sem hjálpar fyrirtækjum að ná árangri. Árangur næst með því að styrkja þann grunn sem vörumerki standa á. Markviss vörumerkjastjórnun (e. branding) er grundvöllur sterks vörumerkis sem skapar yfirburðar samkeppnisforskot á markaði.

Við einbeitum okkur að uppbyggingu og viðhaldi vörumerkja. Vörumerki eru mikilvægasta eign fyrirtækja. Við skoðum samkeppnisumhverfið, þróun í neytendahegðun, greinum þarfir viðskiptavina og neytenda og rannsökum hvað vörumerkið táknar í huga starfsmanna og stjórnenda. Við einföldum og greinum kjarnann frá hisminu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *