Viskavarpið verður Hlaðvarpið með Óla Jóns á jons.is
Eftir tuttugu og átta þætti um sölu og markaðssmál var kominn tími á að “leyfa barninu að þroskast” ef svo má að orði komast og eignast sitt eigið svæði og sinn eiginn tilgang.
Tilgangurinn hefur alltaf verið að fræða og efla tengslanet en nú er stefnan tekin enn lengra.
Fyrsta skrefið er að hafa þetta verkefni ótengt öðrum verkefnum sem undirritaður starfar að dagsdaglega, “the day job” og í öðru lagi móta enn frekar þá stefnu sem Hlaðvarpið á jons.is ætlar að taka.
Viðtalsþættir einu sinni í viku er enn aðal fókusinn en fljótlega bætist meira við, s.s fréttir af markaðssmálum, viðburðardagatal og með haustinu verður staðið fyrir viðburðum.
Með bestu kveðju og von um áframhaldandi góðar viðtökur
Óli Jóns
olijons@jons.is
s:820-0822