FKA & Jóns Lilja Bjarnadóttir

Í þessum þætti fáum við að kynnast Lilju Bjarnadóttur.
Lilja er með fyrirtækið Sáttaleiðin sem hún hefur rekið frá árinu 2015 og er ein af fáum starfandi sáttamiðlurum á landinu. Lilja hjálpar fólki að leysa ágreiningsmál af ýmsum toga, t.d. skilnaðarmál, umgengnismál, erfðamál, viðskiptadeilur, samskiptaerfiðleika á vinnustað og margt fleira.

Lilja Bjarnadóttir

Á sattaleidin.is segir um Lilju
Lilja Bjarnadóttir er Sáttamiðlari & Lögfræðingur LL.M.
Lilja er afkastamikil, nákvæm og ákveðin ung kona sem stofnaði Sáttaleiðina þegar hún var aðeins 28 ára gömul. Hér fyrir neðan má sjá tímalínu starfsferils hennar og menntunar en áhugamál Lilju eru meðal annars söngur, góðar bækur og piparkökubakstur, en hún hefur tvisvar tekið þátt í piparkökuhúsaleik Kötlu og í bæði skiptin lent í verðlaunasæti í fullorðinsflokki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *