Hafdís Erla Bogadóttir FKA & Jóns

Við höldum áfram að ræða við skemmtilegar FKA konur í þetta skiptið er það frumkvöðullinn Hafdís Erla Bogadóttir. Þessa dagana er hún og hennar fólk að kynna nýtt Ratleikjaapp. Appið er unnið í samvinnu við sveitarfélög og er það Akranesbær sem ríður á vaðið í tengslum við Írska daga.
Hægt er að sækja Ratleikja appið hér og fylgjast með á Facebook.

Hafdís Erla Bogadóttir

Hafdís Erla Bogadóttir stofnaði fyrirtækið Sýslu árið 2013.

Einkunnarorð fyrirtækisins eru:
SKÖPUN-VIRÐING-FRÆÐSLA.
Fyrirtækið stendur fyrir nýsköpun, tengingu við íslenska menningu og listir, skemmtanagildi, barnvænu efni, góðri afþreyingu og að vera fræðandi og upplýsandi.  
Okkar helsti markhópur hefur til þessa verið erlendir ferðamenn, en undanfarið hefur þó verið lögð áhersla á að byggja upp vörur fyrir íslendinga. 130 spurningaspilið, sem er tilvalið með í ferðalagið er skemmtilegt og spurningarnar koma víðsvegar frá. Nú um helgina mun Ratleikjaappið verða tekið formlega í notkun í tenglum við Írska daga á Akranesi. Ratleikjaappið er auðvelt og skemmtilegt leikjaapp fyrir alla fjölskylduna. Appið býður upp á ratleik á milli bæja á Íslandi og er aðgengilegt öllum. Appið er auðvelt í notkun, en leikirnir eru bæði fyrir unga sem aldna.
Nú vonumst við til að aðrir bæir – og staðir  hafi samband við okkur svo hægt verði að hafa þetta sem fjölbreyttast og fólk geti haft gaman að útiveru, kynnst svæðunum  og leikið sér um leið.

Við hjá Jóns ætlum í samvinnu við Sýslu að gefa 130 spurningaspil Við ætlum að draga út einn heppinn aðila sem er á póstlista á jons.is og sá hinn sami fær þetta flotta spil að gjöf.
Það er hægt að skrá sig á listann á jons.is

130 spurningaspilið hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Spurningarnar eru stuttar og fjölbreyttar. Spilið hentar sérstaklega vel á ferðalögum, þar sem að pakkningin er létt og tekur ekki mikið pláss.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *