7. Þáttur Agnes Gunnarsdóttir

Agnes Gunnarsdóttir  er framkvæmdastjóri Perlu norðursins.

Agnes segir okkur frá verkefninu Perlu norðursins sem hún er að vinna að í dag.
Um stórt verkefni er að ræða þar sem sala og þjónustumál eiga eftir að skipa stórann sess.
Þetta mun verða stærsta náttúrusýning landsins.
Fyrsti fasi opnar núna í júni 2017 og annar fasi 2018 þar verða meðal annars Ísgöng og Planeterium.
Kaffitár og Rammagerðin verða einnig á staðnum.

Þegar talið berst að þjónustu segir Agnes að mikilkvægt sé að vera með skýra þjónustustefnu.
Með því að efla starfsfólk, þjálfa það og vera til staðar nærðu því besta úr því.
Mikilvægt að efla hópinn utan vinnu segir Agnes.

Varðandi að veita góða þjónustu og hvaða aðferðir er hægt að beita til að viðhalda góðri þjónustu sagði Agnes að viðskiptavinurinn sé í þriðja sæti,eigendur og starfsfólk í fyrsta og öðru. Án ánægðs starfsfólks er ekki hægt að veita viðskiptavininum góða þjónustu. Einnig er mikilvægt að veita starfsfólki frelsi og traust, ánægt starfsfólk smitar beint í viðskiptavininn
Mæling á þjónustu getur farið fram á ýmsan hátt, þjónustukannanir, kannanir á staðnum, vinsælt í dag er auðvitað að fylgjast með Tripadvisor og þess háttar.

Í sölumálum eru alltaf mikilvægt að skapa virði fyrir viðskiptavini sama hvort þú ert að selja, aðgang að ísgöngum eða selja ruslatunnur.
Sölumarkmið eiga að vera raunhæf, gott að gera bjartsýnis, raunsæis, svartsýnispá taka svo stöðuna mánaðarlega.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *