Arna Þorsteinsdóttir er viðmælandi Viskavarpsins í þessum 6.þætti.
Hún er menntaður lögfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri hjá Silent.
Silent er framleiðslufyrirtæki sem framleiðir videoefni fyrir fyrirtæki. Þeirra vörur erum meðal annars að taka upp kynningarmyndbönd, árshátíðarefni, efni í innri markaðssetningu og efni fyrir samfélagsmiðla.
Um það bil einn þriðji af vinnu Silent er framleiðsla á efni fyrir innri markaðssetningu. Til dæmis kennsluefni, tilkynningar, öryggisatriði og dagur í lífi starfsmanns.
Enginn dagur er eins í vinnunni hjá Silent því það eru mismunandi ferli á hvernig myndbönd verða til. Stundum kemur hugmynd frá Silent sem er svo kynnt fyrir réttan viðskiptavin og oft koma hugmyndir frá viðskiptavinum sem eru svo mótaðar og unnar með Silent.
Fastir starfsmenn hjá Silent eru í dag 11 einnig vinna um það bil 8 verktakar hjá þeim.
Silent leggja áherslu á að fylgjast með nýjungum vera með nýjustu græjurnar og vel þjálfað starfsfólk.
Í sambandi við framleiðslu á efni og birtingar segir Arna að það skipti máli að gera áætlun og vera stöðugt að birta efni sem er áhugavert fyrir markhóp þíns fyrirtækis.
Vera ferskur og vakandi.
Einnig má hafa í huga að hægt er að nota sama videoið aftur og aftur þegar það á við.
Fyrir áhugasama er hér vefsíða Silent silent.is og tölvupóstur arna@silent.is