Halló!
Í dag er enginn þáttur en næsti þáttur er á milli jóla og nýárs.
Þetta litla verkefni hefur gengið vonum framar og langar mig að þakka þeim sérstalega sem hafa komið
til mín í þessa fyrstu sjö þætti.
- Í fyrsta þætti sagði Björn Berg okkur frá því hvernig VÍB er að nýta sér samfélagsmiðla.
- Í öðrum þætti fór Ari Steinarsson yfir það meðal annars að markaðssetning hafi í sjálfu sér ekki mikið breyst heldur hafi bæst við fleiri leiðir til að koma skilaboðum áleiðis.
- Í þriðja þætti kom Anna Kristín og sagði okkur frá stofnun Kjóla og konfekts og hvernig hún nýtir sér samfélagsmiðla í markaðssetningu t.d.Facebook og Snapchat.
- Þegar komið var í fjórða þátt fengum við til okkar sérfræðing frá Pipar, hana Erlu. Hún sagði okkur allt um Facebook auglýsingar og ræddi einnig um leitarvélar t.d google.
- Í fimmta þætti heimsótti ég Þór Bæring hjá Gaman ferðum. Hann sagði okkur frá hvernig fyrirtækið þróaðist frá eldhúsborðinu heima hjá honum í það sem það er í dag.
- Sjötti þáttur markaði tímamót þar sem í fyrsta skitpi mættu tveir í viðtal, reyndar annar í móðurkvið svo viðkomandi hafði lítið til málanna að leggja. En Arna hjá Silent sagði okkur hinsvegar allt um video framleiðslu og hvað þau eru að gera hjá Silent.
- Sjöundi þáttur var svo tileinkaður sölu og þjónustu. Til að ræða þau mál kom til mín Agnes frá Perlu norðursins. Við ræddum hvað er góð þjónustu hvað er gott að hafa í huga við úrvinnslu og móttöku kvartana og margt fleira.
Einn þáttur er eftir á þessu ári sem verður 28. desember. Svo er stefnan að halda áfram á nýju ári og jafnvel bæta við og breyta, tíminn leiðir það í ljós.
Undirritaður stjórnandi þáttarins sem starfar hjá VISKA vefsíðugerð er alltaf tilbúinn að heyra tillögur að umræðuefni eða gestum í þáttinn.
Endilega hafið samband á olijons@viskavef.is eða 519 2887
Með jólakveðju
Óli Jóns