Stefán Þór Helgason hjá KPMG
Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við Stefán Þór Helgason hjá KPMG. Stefán hefur komið mikið að sprota og frumkvöðlastarfi á Íslandi. Stefán starfaði meðal annars hjá Innovit sem í dag er orðið Icelandic Startups . Hann hefur einnig komið að Gullegginu sem er hugmyndasamkeppni frumkvöðla hjá Icelandic Startups.
Meðal þess sem er rætt um í þessum þætti er hvað þarf til að koma góðri hugmynd áfram, hvernig ég fjármagna, fjárfestingasjóðir og staða sprotastarfs á Íslandi.
Gott sölu og markaðsstarfs allra frumkvöðla verka og mikilvægi þess að hafa áætlun eru lykil atriði að sögn Stefáns.
Atvinnu og nýsköpunarhelgi sem er nýafstaðinn á Akureyri ber á góma, en hún var haldin í samvinnu við Háskólann á Akureyri.
Stefán segir okkur líka hvernig KPMG er að styðja við sprotastarf á Íslandi með þeirra sprotaprogrammi og þá þjónustu sem er boðið uppá hjá KPMG fyrir frumkvöðla.