Freyr Hákonarson hjá Klepp.
Kleppur býður upp á sérhæfðar meðferðir í öllu sem viðkemur markaðssetningu.
Freyr hefur verið í auglýsingageiranum í meira en 15 ár.
Hann hefur komið að framleiðslu, markaðsráðgjöf, viðburðarstjórnun og snert á allskyns verkefnum í auglýsinga og markaðsmálum á Íslandi. Sjónvarp, útvarp, prent og skiltagerð ásamt fjölda uppákoma og gjörninga er meðal annars það sem Freyr hefur komið að.
Freyr starfaði lengst af hjá Expo sem var þá í eigu Norvik og unnu fyrir Byko, Elko, Krónunni, Vífilfell, Bílnaust og fleiri. Eftir Expo fór Freyr að starfa hjá Árnasonum í um eitt og hálft ár.
Í kjölfarið af því var til fyrirtækið Kleppur sem er meðferðarheimili fyrir fyrirtæki.
Kleppur er samsett af sérfræðingum í mannauðstjórnun, markaðsmálum, textagerð, hugmyndafólki.
Starfsmenn Klepps fara inní fyrirtæki og leysa verkefni með fyrirtækjum, greina vandamál, finna lausn og koma henni í farveg.
Kleppur er staðsettur á Skemmuvegi 4 í Kópavogi ásamt fleiru fyrirtækjum svo sem Viska Vefsíðugerð,
The Engine, Skuggaland, krom.is og fjórir atvinnuljósmyndarar að ógleymdu Viskavarpinu. Samfélag sem á að geta klárað flest markaðsmál innanhús.
Þeir sem vilja hafa samband við þáttastjórnanda þá er það annaðhvort olijons@viskavarpid.is eða í síma 519 2887