3. þáttur Anna Kristín Magnúsdóttir

Anna Kristín Magnúsdóttir hjá  Kjólar og Konfekt

Anna Kristín ákvað að stofna fyrirtækið Kjólar og konfekt fyrir 5 árum þegar hún var komin átta og hálfan mánuð á leið.
Hún sagði upp vinnunni sem hún var í þegar hún komst að því að hún var með um 40% lægri laun en karlar sem voru í sambærilegum störfum og hún.

Viðtalið var tekið upp á kvennafrídaginn 24. október 2016.

Önnu Kristínu var búið að langa lengi að opna verslun henni fannst hún aftur á móti ekki hafa verið tilbúin í það verkefni fyrr hún hafði öðlast reynslu í t.d bókhaldi og markaðsmálum.

Það fóru allir peningarnir í að opna búðina og hún vildi frekar kaupa vörur en auglýsingar.

Kjólar og konfekt hafa alltaf verið til húsa á Laugavegi og hún er mjög ánægð með þá staðsetningu. Um 90% viðskiptavina Kjóla og konfekts eru íslendingar sem er öðruvísi en í flestum búðum á Laugavegi Anna Kristin segir að sig hafi alltaf langað að gera eitthvað öðruvísi en aðrir. Hún ákvað að flytja inn kjóla og einnig hafa sína eigin vörulínu.

Að hafa saumavél í búðinni og bjóða upp á konfekt var eitthvað sem hana hafði dreymt um.

Anna Kristín er með mikið og gott tengslanet. Í upphafi þá var send fréttatilkynning, bloggarar og pistlahöfundar vildu fá að fjalla um búðina. Hún setti strax upp Facebook-síðu sem fékk mikla athygli. Það hefur aldrei verið ,,kvittað og deila” leikir á Facebook-síðu Kjóla og konfekts en það hefur gerst að fólk byrjar að skrifa kvitt og deilt án þess að leikur hafi verið í gangi.

Samkvæmt Önnu Kristínu þá skiptir máli að vera persónulegur á Facebook. Til dæmis kom amma hennar til að hjálpa þegar var verið að undirbúa opnun og var að spartsla,Anna Kristín tók mynd af henni og setti á Facebook sem sló alveg í gegn.
Sem sagt mikilvægt að hafa gaman á vinnustað meðal annars vegna þess að það endurspeglast á samfélagsmiðlum.

Hvað er lykill að góðri þjónustu?

Gott starfsfólk sem ég hef verið mjög heppin með, að vera jafn starfsfólkinu gera sömu störf og allir hinir alls ekki hafa stéttarskiptingu.

Greiða eins góð laun og hægt er ekki bíða eftir að beðið sé um launahækkun.

Fríðindi og gjafir og að hittast utan vinnu og gera eitthvað skemmtilegt.

Halda starfsmannafundi og vera þakklátur starfsfólkinu.

Anna Kristín segir við starfsfólkið sitt: ,,Þú ert auglýsingin mín”.

Kjólar og konfekt eru með Snapchat sem hefur fylgjendur á öllu aldri og oft koma viðskiptavinir með mynd sem þeir sáu á Snapchat og biðja um þannig kjól.

Markmiðið  er að hafa tvo Facebook statusa á dag en með Snapchatið er ekki eins mikið planað heldur fá þær bara flugu í höfuðið og framkvæma.

Þökkum Önnu Kristínu fyrir frábært spjall.

Þeir sem hafa áhuga að koma með ábendingar vegna þáttarins er bent á
olijons@jons.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *