4. Þáttur Erla Arnbjarnardóttir

Erla lærði markaðsfræði og alþjóðaviðskipti í Háskóla Íslands. Í meistaranáminu tók hún eina önn í Bocconi háskólanum í Mílanó. Að námi loknu hóf hún í störf hjá fjölmiðlafyrirtækjum á Ísland og fór svo að vinna hjá auglýsingastofunni Pipar þar sem hún hefur starfað í 4 ár.

Í starfi sínu hjá Pipar var Erla fyrst um sinn mest í umsjón á Facebook-síðum fyrir fyrirtæki. Í því fólst s.s. að ákveða stefnu, tón, setja inn efni og auglýsa þegar við átti. Í því starfi er mikilvægt að setja sig inn í hvað fyrirtækið gerir, vera í góðu sambandi við það og þekkja vel til að geta svarað fyrirspurnum sem berast. Það eru fjölmörg fyrirtæki að nýta sér þessa þjónustuna hjá Pipar. Í dag starfar Erla sem vefbirtingaráðgjafi og mestmegnis í birtingum á Facebook, Instagram og Google.

Erla segir að Facebook sé yfirleitt betri í að matreiða upplýsingar og leiðbeiningar um sínar vörur og þjónustu fyrir notandann heldur en Google.

Aðspurð um hvernig auglýsingar á Facebook virka, þá segir Erla að flestir byrji að því að prófa að kostaðar færslur (boost), eða að borga undir færslur á tímalínunni. Möguleikarnir til að afmarka markhópinn eru takmarkaðir en það er flljótleg og einföld leið til að láta færslur birtast í mobile og desktop hjá völdum markhópi. Inni á auglýsingareikningnum (adverts manager) sjálfum er hægt að boosta eftir fleiri leiðum, afmarka markhópa mun betur og velja um fleiri staðsetningar (placements),. Sömuleiðis er hægt að miða á markhópa sem hægt er að búa til með ýmsum leiðum. Þeir kallast „custom audience“. Dæmi um slíka markhópa, er þegar við hlöðum netfangalistum inn og reynum að ná til þeirra sem eru með netföngin sín skráð á Facebook. Einnig er hægt að vera með uppsettan Facebook-pixel kóða á vefsíðu fyrirtæksisins og hægt að búa til hópa sem t.d. heimsóttu vefsíðuna á einhverju ákveðnu tímabili. Annar möguleiki er að búa til hóp sem svipar til hópsins sem nú þegar hefur lækað við Facebook-síðu fyrirtækisins, það kallast „lookalike audience“. Það er frekar einfalt að búa til Lookalike markhóp en nánari upplýsingar er auðvelt að finna á netinu.

Í Facebook auglýsingum skiptir höfuðmálið að vera með á hreinu hvert sé markmiðið með auglýsingunni og að vita hver markhópurinn er. Viltu auka vitund á vöruverkinu, viltu fá meiri viðbrögð (læk, deilingar, comment), fá heimsóknir á vefinn, fá fólk til að hlaða niður appi mæta á viðburð eða kaupa vöru á vefnum?

 

Aðspurð hverskonar efni virkar “best” á Facebook þá segir Erla að mynbönd fái mesta nátturulega boostið (án þess að greiða fyrir) og Facebook live fær einnig mikinn meðbyr, enda ný vara hjá Facebook sem þeir vilja að nái útbreiðslu. Þegar kemur að efni á Facebook-síðunni sjálfri, þá er yfirleitt best að einskorða sig ekki við eina tegund efnis og vera með blöndu s.s. texta, myndir og myndbönd. Myndir í Facebook-færslum fá þó oftast mun betri viðbrögð en færslur án mynda. Það er mikilvægt að passa upp á textamagnið á myndefninu ef það á að borga undir færsluna. Áður fyrr mátti textamagn á myndefni eingöngu vera 20% af myndinni, en nú er reglan ekki jafn ströng, en það þýðir að þeir birta myndefni sem er með of miklum texta (upp að vissu marki) en láta færri sjá efnið. Þannig að þú borgar í raun meira fyrir vikið. Erla benti á þeesa síðu Facebook ads guide þar sem hægt er að prufa sig áfram með myndir og texta.

Í mörgum Facebook auglýsingar er boðið upp á valmöguleika á að vera með eina mynd, 2-10 myndir (carousel), myndband, slideshow og myndir/myndbönd (canvas).

 

Varðandi myndefni á Facebook. Mikilvægt er að myndefni í Facebook-auglýsingum sé af réttri stærð þannig að myndirnar komi vel út á öllum staðsetningum og tækjum s.s. mobile og dekstop. Hér eru stærðir sem Erla notar mikið sjálf.

Mynd á tímalínu 1270*665
Clicks to website 1200*628
Instagram 1080*1080
Carousel myndir lágmark 600*600

Bæði lítil og stór fyrirtæki eiga fullt erindi til að vera á Facebook og um að gera að prófa að nýta sér Facebook auglýsingarnar. Fyrirtækja stjórna alveg hvaða upphæðum er varið í auglýsingarnar og hversu flóknar aulgýsingar er ákveðið að fara út í að prófa.

Google Adwords

Við ræddum örlítið um Google Adwords auglýsingar. Þetta er í raun uppboð sem fer fram í hvert skipti þegar lykilorð (keyword) googlað er. Ákveðin upphæð er ráðstafað á dag og á boðið (bid) er í orðin sem fyrirtækið vill finnast undir á Google. Mikilvægt er að lykilorðin komin fram í auglýsingunni og á lendingarsíðunni. Það þarf að vera „relevance“ þarna á milli. Það þarf að hafa í huga vera með “call to action” í textanum til að fá fólk til að smella.

Ferðaþjónustan mikið að nýta sér þetta en fleiri líka svo sem verslanir, veitingastaðir ofl. Fyrir ferðaþjónustufyrirtæki er mikilvægt að hafa í huga að vera með textaauglýsingarnar á því tungumáli sem er talað í landinu sem auglýsingar eiga að birtast í. Best er að lendingarsíðan sé á sama tungumáli, en það er ekki alltaf hægt og því kannski ekki alveg eins mikilvægt.

Erla segir okkur að Facebook og Instagram sé sama batteríið og að Instagram auglýsingar séu gerðar einnig gerðar í Adverts Manager líkt og Facebook auglýsingarnar. Fyrirtæki sem eru að prófa að auglýsa á Facebook átta sig ekki alltaf á því að það þarf að taka út Instagram hakið í Facebook auglýsingum (ekki í boost) ef ekki á að láta efnið birtast þar. Því mikilvægt að skoða hvaða staðsetningar (placements) eru valdar.

Facebook og Instagram auglýsingar þurfa að vera hugsaðar út frá miðlinum og því alls ekki alltaf að myndefni henti fyrir báða miðla. Það þarf allavega að vega það og meta hverju sinni.

Varðandi myndefni og almennt um vöktun á Facebook-síðum, þá segir Erla að það sé ekki spurning um að hægt sé að nota snjallsíma til að búa til myndefni. Myndefni þarf og á alls ekki alltaf að vera hannað af fagfólki þó svo að í sumum tilfellum eigi það auðvitað við. Fyrir mörg fyrirtæki hjálpar það að vera persónuleg á Facebook, þar sem að fólk tengir við fólk, það er nú bara þannig. Passa upp á að tala ekki eingöngu um hvaða vörur/þjónustu þú hefur upp á að bjóða. Flott að vera að gefa góð ráð, sýna bakvið tjöldin og ekki skemmir fyrir að hafa smá húmor með.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *