Þáttur 83 Fjóla Guðrún Friðriksdóttir

Fjóla G. Friðriksdóttir eigandi Spa of Iceland er gestur Óla í þætti 83. Fjóla rekur fyrir okkur sýna sögu í viðskiptalífinu á Íslandi. Fjóla rak ásamt manni sínum heildsölu sem seldi leikfangabíla til að byrja með en þróaðist svo síðar út í snyrtivörur ofl.
Fjóla stofnaði með annars apótek og rak um tíma brugghús og veitingastað í í Grandagarði 8.

Fjóla Guðrún Friðriksdóttir


Fjóla stofnaði svo Spa of Iceland ásamt manninun sínum Haraldi.
Á spaoficeland.is segir;

Spa of Iceland vörurnar eru þróaðar af íslenskum frumkvöðlum þeim Haraldi Jóhannssyni og Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur. þau hafa meðal annars rekið innflutningsfyrirtæki sitt Forval síðan1976 ásamt því að framleiða hárvörur undir eigin vörumerkinu frá 2001.Haraldur og FJóla deila ástríðu sinni að búa til hágæða snyrtivörur með áhrifum frá íslensku náttúrunni, þar sem vel er gætt að umhverfinu með því að framleiða vörurnar hreinar og umhverfisvænar. Vörulínan Spa of Iceland er innblásin af hreinu vatni, fersku lofti og jarðvarmavirkjunum sem liggja í íslensku umhverfi. Spa of Iceland er VEGAN vottað og inniheldur alltaf 95% náttúruleg innihaldsefni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *