Páll Guðbrandsson hjá Hype auglýsingastofu þáttur 36

Páll Guðbrandsson fyrrverandi járnabindingamaður og núverandi framkvæmdastjóri.

Í þessum þætti fáum við að kynnast Páli og auglýsingastofunni Hype.
Hann segir okkur  sitt álit á hvernig er staðið að  markaðssetningu fyrirtækja á Íslandi í dag og hvað hann sér fyrir sér í þeim málum á næstunni.

Páll tók nýverið við sem framkvæmdastjóri hjá Hype, það sem þeir leggja áherslu á meðal annars er að bjóða sínum viðskipta uppá það besta í boði er í hvert skipti.
Á vefsíðu Hype segir um Pál
“Páll hefur áralanga reynslu úr auglýsingabransanum og hefur unnið að öllum mögulegum og ómögulegum verkefnum með fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Páll hefur setið í fjölmiðlanefnd SÍA og sinnt dómnefndarstörfum fyrir Ímark – Lúðurinn og hefur sjálfur komið að ófáum verkefnum sem hafa unnið til verðlauna þar. Páll unir sér best með veiðistöng í hönd á fallegum árbakka og þarf ekki einu sinni að sjá fisk til að upplifa þar sitt Nirvana.”

Því miður er hljóðið fyrstu mínúturnar ekki nægilega gott, en lagast fljótlega.
Þáttastjórnandi biðst innilegrar velvirðingar á þessu.
Óli Jóns
olijons@jons.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *