Maríanna Magnúsdóttir & Pétur Arason hjá MANINO þáttur 55

Eftir nokkurt hlé er kominn nýr þáttur af Hlaðvarpinu á jons.is.
Í þessum þætti hittum við fyrir Maríönnu og Pétur hjá MANINO.
Við tökum fyrir stjórnun fyrirtækja, ræðum um LEAN en MANINO aðstoðar fyrirtæki og stofnanir að vinna með þessa vinsælustu stjórnunaraðferð okkar tíma. Maríanna og Pétur segja okkar líka frá ráðstefnum sem eru framundan nú í mai, Nýsköpun í stjórnsýslu og Umbylting í iðnaði
Mjög áhugavert spjall um stjórnun og vinnustaðamenningu.

Á manino.is segir um fyrirtækið;
Við hjá MANINO sérhæfum okkur í stjórnendaráðgjöf, kennslu og að halda framúrskarandi ráðstefnur með fókus á nýsköpun! Við erum heppin að hafa sterkt tengslanet víða um heim og aðgengi að sérfræðingu sem vilja deila reynslu sinni

Maríanna
Maríanna Magnúsdóttir
Umbreytingaþjálfari

Maríanna er umbreytingaþjálfari og breytingaafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggja upp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarverkfræðingur með M.Sc.gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Pétur Arason er Chief Callenger of StatusQuo@Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er MSc rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands.

Pétur Arason
Eigandi Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute

Umbylting í iðnaði
Manino í samstarfi við Samtök iðnaðarins standa fyrir ráðstefnu um leiðir fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki til að bæta samkeppnishæfni á tímum tækniframfara og krefjandi starfsumhverfis. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Jim Womack, upphafsmaður straumlínustjórnunar (e. lean). Höfundur metsölubókanna The Machine That Changed the World og Lean Thinking sem ollu byltingu í stjórnun fyrirtækja um allan heim.

Nýsköpun í stjórnsýslu
Handan miðstýringar og skriffinsku!
Þriðja ráðstefna Manino um nýsköpun í opinberri stjórnsýslu þar sem áhersla er lögð á jákvæða vinnustaðamenningu og jákvæða upplifun borgara og skjólstæðinga á tímum krefjandi ytri aðstæðan við upphaf nýrrar tæknibyltingar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *