Hugrún og Birgitta Studio yellow þáttur 57

Nú í vor útskrifuðust þær Hugrún Rúnarsdóttir og Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir úr Vefskólanum, Þær kíktu í viðtal til mín og sögðu frá hvað varð til þess að þær völdu að fara í Vefskólann, sögðu okkur frá náminu og síðast en ekki síst frá Studio yellow sem þær stofnuðu.

Hugrún og Birgitta

Studio yellow. er vefstofa sem stofnuð var í maí 2018 af Birgittu Rún og Hugrúnu. Þær stukku í djúpu laugina eftir aðeins eitt ár í vefþróun við Vefskólann eftir að hafa menntað sig og unnið við prentiðnaðinn í nokkur ár. Þær sérhæfa sig í hönnun á vefsíðum, öppum eða annars konar hugbúnaði.
Fyrir áhugasama sem vilja hafa samband við þær Birgittu og Hugrúnu er hægt að senda tölvupóst á hello@studioyellow.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *