Skemmtilegt viðtal við Thelmu Kristínu Kvaran þar sem hún segir okkur frá sínum náms og starfsferli, útskýrir fyrir okkur Jafnvægisvogina og ræðir um FKA framtíð og margt fleira.

Á intellecta.is segir um Thelmu;
”Thelma er sérfræðingur í ráðningum og stjórnendaráðgjafi. Hún vinnur með stjórnum og stjórnendum að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda, bæði í einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu heilsulind og hefur góða reynslu af mannauðsmálum, stjórnun og rekstri. Thelma hefur umtalsverða reynslu úr fjármálaumhverfinu en hún starfaði sem hópstjóri og ráðgjafi hjá Arion banka og MP banka. Thelma hefur auk þess stjórnunarreynslu úr smásölugeiranum. Thelma er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.“

Thelma segir okkur frá starfi sýnu hjá Intellecta og þeirri vinnu sem hún hefur komið að í Jafnvægisvoginni.
En jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni sem er unnið í samstarfið með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðinu og Pipar/TBWA.
Einnig fáum við að heyra um hvað FKA Framtíð sem er fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega. Deildin er fyrir konur sem vilja halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna. FKA Framtíð vill vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika. FKA Framtíð trúir því að saman séum við sterkari. Hlutverk FKA Framtíðar er að vera leiðtogahvati fyrir konur í atvinnulífinu, auka tengslamyndun, styðja við einstaklingsþróun, skapa grundvöll til að deila reynslu og auka styrk sinn með innblæstri frá öðrum konum. Mikil áhersla er lögð á að félagskonur efli hver aðra með ráðum, innblæstri og byggi upp virkt og öflugt tengslanet.